Fái að kvikmynda við Krýsuvík 21. júní 2005 00:01 Flest bendir til að Clint Eastwood og Steven Spielberg verði leyft að kvikmynda í Arnarfelli við Krýsuvík þrátt fyrir að umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggist gegn því. Byggingar- og skipulagsráð Hafnarfjarðar leggst ekki gegn kvikmyndagerðinni og það ræður. Til stendur að taka upp í tíu daga við Arnarfell. Svæðið þar þykir líkjast mjög svæði á eyjunni Iwo Jima í Japan þar sem ein frægasta stríðsljósmynd allra tíma var tekin þegar bandarískir hermenn reistu fána á eyjunni. Tökurnar fara að mestu leyti fram í norðausturhluta Arnarfells sem snýr í öfuga átt við kirkjuna í Krýsuvík. Þá verður tökuliðið með aðsetur við veginn. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggst alfarið gegn áformum um kvikmyndatökur á þessu svæði á þeim forsendum að landrask verði of mikið. Undir það sjónarmið tekur stjórn Reykjanesfólkvangs. Ákvörðun í málinu er hins vegar ekki í höndum þessara aðila heldur byggingar- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. Forsvarsmenn þess hafa nokkuð aðra sýn á málið. Ellý Erlingsdóttir formaður ráðsins, segir Landgræðslu, Umhverfisstofnun og Fornleifavernd ríkisins allar hafa gefið grænt ljós á að farið verði af stað með kvikmyndatökur. Skipulagsráð Hafnarfjarðar áformar að kalla alla sem hlut eiga að máli á sinn fund síðar í vikunni og fljótlega í kjölfarið verður svo tekin endanleg ákvörðun í málinu. Ellý segir tryggt að landinu verði ekki skilað í síðra ástandi en það er nú. Annað komi ekki til greina. Krýsuvík sé verðmætt svæði, ekki bara Hafnfirðingum heldur öllum sveitarfélögunum í kring, og ráðið vilji tryggja það að því sé sómi sýndur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Flest bendir til að Clint Eastwood og Steven Spielberg verði leyft að kvikmynda í Arnarfelli við Krýsuvík þrátt fyrir að umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggist gegn því. Byggingar- og skipulagsráð Hafnarfjarðar leggst ekki gegn kvikmyndagerðinni og það ræður. Til stendur að taka upp í tíu daga við Arnarfell. Svæðið þar þykir líkjast mjög svæði á eyjunni Iwo Jima í Japan þar sem ein frægasta stríðsljósmynd allra tíma var tekin þegar bandarískir hermenn reistu fána á eyjunni. Tökurnar fara að mestu leyti fram í norðausturhluta Arnarfells sem snýr í öfuga átt við kirkjuna í Krýsuvík. Þá verður tökuliðið með aðsetur við veginn. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar leggst alfarið gegn áformum um kvikmyndatökur á þessu svæði á þeim forsendum að landrask verði of mikið. Undir það sjónarmið tekur stjórn Reykjanesfólkvangs. Ákvörðun í málinu er hins vegar ekki í höndum þessara aðila heldur byggingar- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. Forsvarsmenn þess hafa nokkuð aðra sýn á málið. Ellý Erlingsdóttir formaður ráðsins, segir Landgræðslu, Umhverfisstofnun og Fornleifavernd ríkisins allar hafa gefið grænt ljós á að farið verði af stað með kvikmyndatökur. Skipulagsráð Hafnarfjarðar áformar að kalla alla sem hlut eiga að máli á sinn fund síðar í vikunni og fljótlega í kjölfarið verður svo tekin endanleg ákvörðun í málinu. Ellý segir tryggt að landinu verði ekki skilað í síðra ástandi en það er nú. Annað komi ekki til greina. Krýsuvík sé verðmætt svæði, ekki bara Hafnfirðingum heldur öllum sveitarfélögunum í kring, og ráðið vilji tryggja það að því sé sómi sýndur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira