Innlent

Segir félag ekki hafa greitt gjöld

Efling - stéttarfélag segir sautján atvinnuleyfi frá fyrirtækinu Geymi ehf. hafa komið til umsagnar félagsins en þeim hafi verið hafnað. Lögreglan og ASÍ vinna nú að málum Geymis ehf. vegna tólf Pólverja sem höfðu laun langt undir lágmarkssamningum og bjuggu við óviðundandi aðstæður. Ástæður þess voru þær að Geymir hefur ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum, svo sem í lífeyrissjóð og önnur gjöld. Þrátt fyrir afstöðu Eflingar hefur Vinnumálastofnun samþykkt atvinnuleyfi til Geymis ehf., segir í fréttatilkynningu frá Eflingu. Þá segir einnig að stéttarfélagið hafi oft á undanförnum misserum ítrekað við Vinnumálastofnun að virða umsagnir félagsins sem byggist á vandaðri skoðun á fyrirtækjunum áður en til umsagnar kemur. Við því hafi Vinnumálastofnun ekki orðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×