Innlent

Athuga staðarval vegna álvers

Fulltrúar Fjárfestingarstofu, Alcoa, sveitarfélaga Skagafjarðar, Húsavíkurbæjar og Akureyrarkaupstaðar ásamt fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga undirrituðu í gær samkomulag um áætlun um staðarvalsathuganir vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi. Samkomulagið felur það í sér að þeir sem undirrituðu samkomulagið ætla að vinna saman að nauðsynlegum rannsóknum með það markmið að þann 1. mars 2006 liggi fyrir nauðsynlegar upplýsingar um hvort og þá hvar skuli unnið frekar að undirbúningi að byggingu álvers. Einnig á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir frekari úrvinnslu áls á svæðinu. Á grundvelli samkomulagsins verður unnið að staðarvalsrannsóknum við Húsavík, í Eyjafirði og í Skagafirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×