Veiðar í atvinnuskyni ekki leyfðar 21. júní 2005 00:01 MYND/AP Ekki verður hreyft við hvalveiðibanninu á fundi Alþjóða hvalveiðráðsins sem fram fer í Ulsan í Suður-Kóreu. Ráðið felldi tillögu Japana um að takmarkaðar veiðar í atvinnuskyni yrðu leyfðar, eftir nær tveggja áratuga bann. 23 þjóðir greiddu atkvæði með tillögu Japana en 29 þjóðir voru henni andvígar. Japanar sem líkt og Íslendingar stunda hvalveiðar í vísindaskyni héldu því fram að meðfram veiðum í atvinnuskyni mætti hæglega gera rannsóknir á hvölum og fylgjast með atferli þeirra. Andstæðingar sögðu tillöguna gloppótta og með því að samþykkja hana myndu hvalveiðar aukast um allan heim. Það blæs ekki byrlega fyrir Japönum á fundinum. Í gær var tillaga þeirra um leynilegar atkvæðagreiðslur innan ráðsins einnig felld og fyrirætlanir þeirra um að meira en tvöfalda fjölda þeirra dýra sem veidd eru í vísindaskyni hefur mætt mikilli andstöðu. Ástralir og Nýsjálendingar hafa svo lagt fram ályktun um að Japanar hætti við þessi áform og vitað er að margar þjóðir í hvalveiðiráðinu munu styðja þá ályktun. Ástralir benda á að meirihluti hvala sem Japanar veiði endi í fiskbúðum eða á veitingastöðum og það sé einungis fyrirsláttur að veiða eigi hvalinn í vísindaskyni. En þó að ályktunin fengist samþykkt gætu Japanar hins vegar hæglega hunsað hana enda er það ekki í höndum ráðsins að ákveða hvalveiðar einstakra þjóða í vísindaskyni. Ljóst er að slegið hefur verið á þær væntingar hvalveiðisinna að gagngerar breytingar yrðu gerðar á fundinum í Ulsan og segir Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, að þeir nýti tímann til að ná breiðri samstöðu fyrir næsta fund Hvalveiðiráðsins sem haldinn verður að ári. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Ekki verður hreyft við hvalveiðibanninu á fundi Alþjóða hvalveiðráðsins sem fram fer í Ulsan í Suður-Kóreu. Ráðið felldi tillögu Japana um að takmarkaðar veiðar í atvinnuskyni yrðu leyfðar, eftir nær tveggja áratuga bann. 23 þjóðir greiddu atkvæði með tillögu Japana en 29 þjóðir voru henni andvígar. Japanar sem líkt og Íslendingar stunda hvalveiðar í vísindaskyni héldu því fram að meðfram veiðum í atvinnuskyni mætti hæglega gera rannsóknir á hvölum og fylgjast með atferli þeirra. Andstæðingar sögðu tillöguna gloppótta og með því að samþykkja hana myndu hvalveiðar aukast um allan heim. Það blæs ekki byrlega fyrir Japönum á fundinum. Í gær var tillaga þeirra um leynilegar atkvæðagreiðslur innan ráðsins einnig felld og fyrirætlanir þeirra um að meira en tvöfalda fjölda þeirra dýra sem veidd eru í vísindaskyni hefur mætt mikilli andstöðu. Ástralir og Nýsjálendingar hafa svo lagt fram ályktun um að Japanar hætti við þessi áform og vitað er að margar þjóðir í hvalveiðiráðinu munu styðja þá ályktun. Ástralir benda á að meirihluti hvala sem Japanar veiði endi í fiskbúðum eða á veitingastöðum og það sé einungis fyrirsláttur að veiða eigi hvalinn í vísindaskyni. En þó að ályktunin fengist samþykkt gætu Japanar hins vegar hæglega hunsað hana enda er það ekki í höndum ráðsins að ákveða hvalveiðar einstakra þjóða í vísindaskyni. Ljóst er að slegið hefur verið á þær væntingar hvalveiðisinna að gagngerar breytingar yrðu gerðar á fundinum í Ulsan og segir Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, að þeir nýti tímann til að ná breiðri samstöðu fyrir næsta fund Hvalveiðiráðsins sem haldinn verður að ári.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira