Innlent

Snörp skjálftahrina austur af Grímsey

Allsnörp skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og og mældust 4 skjálftar af stærðinni 3 til 3,5 á Richter fyrstu 20 mínúturnar auk annarra smærri skjálfta. Um klukkan þrjú dró verulega úr virkninni, en þó hafa mælst 50-60 skjálftar eftir það, þeir stærstu um 2,4 á Richter.

Jarðskjálftar hafa verið tíðir úti fyrir Grímsey að undanförnu en skjálftahrina var þar fyrir þremur vikum og aftur fyrir tveimur vikum. Steinunn Jakobsdóttir hjá eftirlitsdeild Veðurstofunnar segir að skjálftahrinan hafi verið að færast norðar frá því sem hún var fyrir tveimur vikum en aðspurð segir hún erfitt að segja til um hvort skjálftarnir boði eitthvað sérstakt en hún eigi ekki von á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×