Innlent

Ekki hægt að leita um borð í öllum skipum

Frá Reykjavíkurhöfn
Frá Reykjavíkurhöfn Mynd/GVA

Tollgæslan fylgist með öllum skipum sem koma til landsins þótt eftirlit með einstökum skipum sé mismikil. Þegar upp koma stór smyglmál líkt og í Noregi í fyrradag, er fylgst náið með umræddum skipum og ferðum þeirra til landsins. Fjölmörg skip koma til landsins og því erfitt að framkvæma ítarlega leit um borð í þeim öllum. Í ljósi nýliðinna atburða í Noregi vakna óneitanlega upp spurningar um hvort fíkniefnum sé meðal annars smyglað til landsins um borð í súrálsskipum sem koma til landsins, en í gær fundust 190 kíló af kókaíni um borð í súrálsskipinu Crusader sem kom til hafnar í Mosjöen í Noregi. Árlega koma fjölmörg skip til landsins með vörur og hráefni en súrálsskip koma meðal annars hráefni í álverið í Straumsvík og til Norðuráls á Grundartanga. Hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík fengust þær upplýsingar að þegar smyglmál koma upp eins og i Mosjöen í Noregi séu málið skoðað með Ísland í huga. Þá sé einnig athugað hvort umrætt skip hafi komið til landsins. Reynist svo vera er ekki þar með sagt að smygl hafi átt sér stað.

Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóraembættinu er misjafafnt hvernig skip eru tollafgreidd. Allt frá hefðbundinni pappírsvinnu til gaumgæfilegrar leitar í skipum og farmi. Það er þó einkum tvennt sem ræður því hvort leit sé gerð um borð í skipi. Annars vegar eru upplýsingar um skip og frakt skoðaðar og ef grunsemdir vakna um smygl er framkvæmd ítarleg skoðun um borð. Hins vegar eru gerðar tilviljunnarkenndar úttektir. Enda ekki hægt að leita ítarlega um borð í öllum þeim skipum sem koma til landsins. 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×