Heilbrigðisþjónusta við börn bætt 15. janúar 2005 00:01 Heilbrigðisráðherra segir áríðandi að bæta heilbrigðisþjónustu við börn sem stríða við þunglyndi og aðrar geðraskanir. Vandamálið stafar að hluta til af örum samfélagsbreytingum, að mati heilsugæslulæknis, sem segir að of fá börn séu meðhöndluð. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að einn af hverjum fimm unglingum í 9. og 10. bekk hefur alvarleg þunglyndiseinkenni þannig að gera má ráð fyrir því að fjórir til fimm í hverjum bekk í þessum aldurshópi glími við þetta vandamál að jafnaði. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn Guðrúnar Kristjánsdóttur, prófessors í hjúkrunarfræði og fleiri. Atli Árnason, heilsugæslulæknir í Grafarvogi, segir að of fá börn sem glími við geðraskanir séu meðhöndluð. Það sjáist best á því hversu ört þeim fjölgar. Hann segir vandamálið að hluta til stafa af örum samfélagsbreytingum Hvað varðar þunglyndiseinkenni þá sýnir fjöldi rannsókna að þunglyndi helst í hendur við breytingar og upplausn, bæði í fjölskyldulífi og samfélagi. Rannsókn Guðrúnar Kristjánsdóttur leiddi til dæmis í ljós að börn sem búa við flókið fjölskyldumynstur sýna meiri þunglyndiseinkenni, svo sem skilnaðarbörn og börn einstæðra mæðra. Þá kom í ljós að börn sem búa í dreifbýli hafa meiri þunglyndiseinkenni en önnur börn og skýrir Guðrún það með því að þau sjái ekki eins marga framtíðarmöguleika og börn sem búa í þéttbýli - atvinnuleysi sé meira í dreifbýlinu, einhæfari atvinnumöguleikar og oft meiri einangrun. Einnig eru tengsl milli minna menntaðra foreldra og þunglyndiseinkenna barna þeirra. Á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi var ýtt úr vör í gær sérstökum meðferðarhópi sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga til að vinna fyrirbyggjandi starf á þessu sviði og nálgast börnin, m.a. í skólum, áður en mál þeirra þróast á verri veg. Heilbrigðisráðherra segist vilja setja upp sömu starfsemi sem víðast. Það hafi lengi verið ætlunin að efla heilsugæslu við börn á þessu sviði því áríðandi sé að greina geðraskanir snemma. Fréttir Innlent Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir áríðandi að bæta heilbrigðisþjónustu við börn sem stríða við þunglyndi og aðrar geðraskanir. Vandamálið stafar að hluta til af örum samfélagsbreytingum, að mati heilsugæslulæknis, sem segir að of fá börn séu meðhöndluð. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að einn af hverjum fimm unglingum í 9. og 10. bekk hefur alvarleg þunglyndiseinkenni þannig að gera má ráð fyrir því að fjórir til fimm í hverjum bekk í þessum aldurshópi glími við þetta vandamál að jafnaði. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn Guðrúnar Kristjánsdóttur, prófessors í hjúkrunarfræði og fleiri. Atli Árnason, heilsugæslulæknir í Grafarvogi, segir að of fá börn sem glími við geðraskanir séu meðhöndluð. Það sjáist best á því hversu ört þeim fjölgar. Hann segir vandamálið að hluta til stafa af örum samfélagsbreytingum Hvað varðar þunglyndiseinkenni þá sýnir fjöldi rannsókna að þunglyndi helst í hendur við breytingar og upplausn, bæði í fjölskyldulífi og samfélagi. Rannsókn Guðrúnar Kristjánsdóttur leiddi til dæmis í ljós að börn sem búa við flókið fjölskyldumynstur sýna meiri þunglyndiseinkenni, svo sem skilnaðarbörn og börn einstæðra mæðra. Þá kom í ljós að börn sem búa í dreifbýli hafa meiri þunglyndiseinkenni en önnur börn og skýrir Guðrún það með því að þau sjái ekki eins marga framtíðarmöguleika og börn sem búa í þéttbýli - atvinnuleysi sé meira í dreifbýlinu, einhæfari atvinnumöguleikar og oft meiri einangrun. Einnig eru tengsl milli minna menntaðra foreldra og þunglyndiseinkenna barna þeirra. Á heilsugæslustöðinni í Grafarvogi var ýtt úr vör í gær sérstökum meðferðarhópi sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga til að vinna fyrirbyggjandi starf á þessu sviði og nálgast börnin, m.a. í skólum, áður en mál þeirra þróast á verri veg. Heilbrigðisráðherra segist vilja setja upp sömu starfsemi sem víðast. Það hafi lengi verið ætlunin að efla heilsugæslu við börn á þessu sviði því áríðandi sé að greina geðraskanir snemma.
Fréttir Innlent Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira