Innlent

Hvar á að rækta íslenskan skóg

Hvar á að rækta skóg á Íslandi í framtíðinni og hvar ekki? Um þetta hefur náðst víðtæk sátt milli stjórnvalda, skógræktarfélaga og annarra umhverfissamtaka og var hún innsigluð í dag með því að ráðherrar landbúnaðar- og umhverfismála, þau Guðni Ágústsson og Sigríður Anna Þórðardóttir, opnuðu sérstakan vef um málið. Vefurinn nefnist „Skógrækt í sátt við umhverfið“ og hefur að geyma leiðbeiningar til skógræktarfélaga, skógarbænda og annarra um hvar megi planta trjám og hvaða svæðum eigi að halda trjálausum. Meðal þeirra sem standa að sáttinni eru Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Fuglavernd, Landvernd og Fornleifavernd, auk skógræktarfélaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×