Innlent

Ráðningu frestað

Tillögu um að ráða Árnýju Sigurðardóttur sem forstöðumanns heilbrigðiseftirlits var frestað á fundi Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar í gær eftir að sjálfstæðismenn óskuðu eftir áliti borgarlögmanns á nýju skipuriti Umhverfissviðs. Í bókun sjálfstæðismanna segir að samkvæmt nýju skipuriti verði ráðinn sérstakur forstöðumaður yfir heilbrigðiseftirliti en sviðsstjóri Umhverfissviðs verði framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvort þetta fyrirkomulag standist lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×