Hetjur hryllilegs stríðs fá orður 18. apríl 2005 00:01 Tveir íslenskir sjómenn fengu heiðursorður frá rússnesku þjóðinni í gær. Þeir voru hásetar á bandarískum skipum sem sigldu með vistir til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrkjöldinni. Rússneski sendiherrann, Alexander Rannikh, sagði að án aðstoðarinnar í gegnum Norður-Atlantshafið hefði sovéska þjóðin hvorki lifað af né hefði stríðið unnist. Um 27 milljónir Sovétmanna hefðu látið lífið í stríðinu, sem Rússar kalli Stóra föðurlandsstríðið. Hann sagði að íslensku sjómennirnir væru hetjur hryllilegs stríðs. Rannikh sagði Rússa ætla að veita fjölskyldum látinna Íslendinga á skipunum orður nú þegar þess væri minnst að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum. Guðbjörn Guðjónsson lagði úr Hvalfjarðarhöfn með PQ17-skipalestinni árið 1941. Hann varð innlyksa í Rússlandi eftir að þýski herinn réðist á skipalestina og sökkti flestum skipanna. Guðbjörn var í Rússlandi í átta mánuði en komst heim í gegnum England um sumarið 1942. "Fleiri þúsundir sjómanna létust. Um fjörutíu skip fóru af stað og níu komust alla leið þannig að fólk getur rétt ímyndað sér harmleikinn," segir Guðbjörn, sem fylgdist með heimildarmynd um skipin í Ráðhúsinu í gær eftir orðuveitinguna. Guðbjörn segir að hann hugsi ekki oft um þessa harmþrungnu reynslu. "Fátæktin þarna var mikil og eymdin. Fólkið fékk hvert sinn súpuskammtinn, einn disk af súpu á dag. Það var líka minn skammtur," segir Guðbjörn. Pétur H. Ólafsson fór úr Reykjavíkurhöfn í apríl 1942 á ítölsku skipi sem Bandaríkjamenn höfðu hernumið. Hann taldi sig vera á leið til Bandaríkjanna en komst fljótt að því að leið hans lá fyrst til Múrmansk. Þar var hann fram í maí en á skipinu til ársins 1943. "Maður minnist þessa tíma með hálfgerðum hryllingi og vorkunnsemi og gráti yfir þeim sjómönnum sem lentu í sjónum. Þeir frusu í hel eða misstu hendur og fætur þegar þeir lentu í sjónum eða þurftu að fara í björgunarbáta," segir Pétur: "Við misstum 27 menn um borð hjá okkur. Ég var einn af þessum heppnu. Minn tími hefur ekki verið kominn." Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Tveir íslenskir sjómenn fengu heiðursorður frá rússnesku þjóðinni í gær. Þeir voru hásetar á bandarískum skipum sem sigldu með vistir til Sovétríkjanna í seinni heimsstyrkjöldinni. Rússneski sendiherrann, Alexander Rannikh, sagði að án aðstoðarinnar í gegnum Norður-Atlantshafið hefði sovéska þjóðin hvorki lifað af né hefði stríðið unnist. Um 27 milljónir Sovétmanna hefðu látið lífið í stríðinu, sem Rússar kalli Stóra föðurlandsstríðið. Hann sagði að íslensku sjómennirnir væru hetjur hryllilegs stríðs. Rannikh sagði Rússa ætla að veita fjölskyldum látinna Íslendinga á skipunum orður nú þegar þess væri minnst að sextíu ár eru liðin frá stríðslokum. Guðbjörn Guðjónsson lagði úr Hvalfjarðarhöfn með PQ17-skipalestinni árið 1941. Hann varð innlyksa í Rússlandi eftir að þýski herinn réðist á skipalestina og sökkti flestum skipanna. Guðbjörn var í Rússlandi í átta mánuði en komst heim í gegnum England um sumarið 1942. "Fleiri þúsundir sjómanna létust. Um fjörutíu skip fóru af stað og níu komust alla leið þannig að fólk getur rétt ímyndað sér harmleikinn," segir Guðbjörn, sem fylgdist með heimildarmynd um skipin í Ráðhúsinu í gær eftir orðuveitinguna. Guðbjörn segir að hann hugsi ekki oft um þessa harmþrungnu reynslu. "Fátæktin þarna var mikil og eymdin. Fólkið fékk hvert sinn súpuskammtinn, einn disk af súpu á dag. Það var líka minn skammtur," segir Guðbjörn. Pétur H. Ólafsson fór úr Reykjavíkurhöfn í apríl 1942 á ítölsku skipi sem Bandaríkjamenn höfðu hernumið. Hann taldi sig vera á leið til Bandaríkjanna en komst fljótt að því að leið hans lá fyrst til Múrmansk. Þar var hann fram í maí en á skipinu til ársins 1943. "Maður minnist þessa tíma með hálfgerðum hryllingi og vorkunnsemi og gráti yfir þeim sjómönnum sem lentu í sjónum. Þeir frusu í hel eða misstu hendur og fætur þegar þeir lentu í sjónum eða þurftu að fara í björgunarbáta," segir Pétur: "Við misstum 27 menn um borð hjá okkur. Ég var einn af þessum heppnu. Minn tími hefur ekki verið kominn."
Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira