Innlent

Athugasemdir við Biblíuna óskast

Hið íslenska biblíufélag hefur sent frá sér athugasemd þar sem minnt er á að sú kynningarútgáfa sem nú liggur fyrir af þýðingu Nýja testamentisins er tillaga en ekki endanlegur texti. Öllum er velkomið að senda inn athugasemdir og hefur frestur til þess verið framlengdur til 5. maí. Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hefur lýst yfir óánægju með tillögurnar og hefur sakað Hið íslenska biblíufélag um guðlast og falsaðar þýðingar. Hann er ekki síst óánægður með að lagt sé til að orðið kynvillingur verði tekið út og „þeir sem leita á drengi“ sett í staðinn. Einar Sigurbjörnsson prófessor, sem er í þýðingarnefndinni, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að nefndin stæði við allar sínar tillögur; fyrir þeim væri traustur, fræðilegur grunnur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×