Vill leiða flokkinn áfram 18. apríl 2005 00:01 "Það er enn langt í landsfundinn en ég á ekki von á öðru en að bjóða mig áfram fram í formannssætið," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki áður opinberlega tilkynnt slíkt en næsti landsfundur flokksins, sá 36. í röðinni, fer fram 13. til 16 október næstkomandi. Davíð Oddsson hefur gengt formennsku í flokk sínum óslitið um fjórtán ára skeið en formaður er kosinn til tveggja ára í senn á landsfundi og hafa þar allir kosningarétt en rúmlega þúsund manns sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2003. Á þeim fundi hlaut Davíð bestu kosningu sem nokkur formaður flokksins hefur hlotið í sögu flokksins eða 98 prósent atkvæða. Haldi Davíð áfram næstu tvö árin sem formaður er hann engu að síður aðeins hálfdrættingur á við Ólaf Thors sem gengt hefur þessu embætti flokksins lengst allra frá 1934 til 1961 eða 27 ár alls. Davíð lét hafa eftir sér á síðasta landsfundi að engin brýn þörf væri á að endurnýja í forystu Sjálfstæðisflokksins næstu árin. Þar væru allir ungir menn ennþá þó flestir hefðu verið lengi í stjórnmálum. "Ég á enn langt í land með að ná Ólafi Thors en auðvitað er þetta allt afstætt." Ýmislegt hefur þó bjátað á í lífi Davíðs síðan þá. Skemmst er að minnast baráttu hans við erfið veikindi síðasta sumar. Var hann þar lagður inn vegna gallblöðrubólgu en við rannsóknir komu í ljós illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli og gekk hann undir skurðaðgerðir í kjölfarið. Stutt er síðan hann lagðist aftur inn á sjúkrahús til eftirmeðferðar. Hún gekk vel og hefur Davíð hafið störf að nýju. albert@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
"Það er enn langt í landsfundinn en ég á ekki von á öðru en að bjóða mig áfram fram í formannssætið," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki áður opinberlega tilkynnt slíkt en næsti landsfundur flokksins, sá 36. í röðinni, fer fram 13. til 16 október næstkomandi. Davíð Oddsson hefur gengt formennsku í flokk sínum óslitið um fjórtán ára skeið en formaður er kosinn til tveggja ára í senn á landsfundi og hafa þar allir kosningarétt en rúmlega þúsund manns sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2003. Á þeim fundi hlaut Davíð bestu kosningu sem nokkur formaður flokksins hefur hlotið í sögu flokksins eða 98 prósent atkvæða. Haldi Davíð áfram næstu tvö árin sem formaður er hann engu að síður aðeins hálfdrættingur á við Ólaf Thors sem gengt hefur þessu embætti flokksins lengst allra frá 1934 til 1961 eða 27 ár alls. Davíð lét hafa eftir sér á síðasta landsfundi að engin brýn þörf væri á að endurnýja í forystu Sjálfstæðisflokksins næstu árin. Þar væru allir ungir menn ennþá þó flestir hefðu verið lengi í stjórnmálum. "Ég á enn langt í land með að ná Ólafi Thors en auðvitað er þetta allt afstætt." Ýmislegt hefur þó bjátað á í lífi Davíðs síðan þá. Skemmst er að minnast baráttu hans við erfið veikindi síðasta sumar. Var hann þar lagður inn vegna gallblöðrubólgu en við rannsóknir komu í ljós illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli og gekk hann undir skurðaðgerðir í kjölfarið. Stutt er síðan hann lagðist aftur inn á sjúkrahús til eftirmeðferðar. Hún gekk vel og hefur Davíð hafið störf að nýju. albert@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira