Innlent

Stjórnin segi af sér

Stjórn Verkstjórasambands Íslands hefur skorað á stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins að segja af sér. Segir í ályktun að ávöxtun sjóðsins hafi verið óviðunandi í samanburði við aðra sjóði og sá slaki árangur sé óafsakanlegur. Eins sé það óviðunandi að stjórnin hafi samþykkt fáheyrðan starfslokasamning við fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins. Því telur stjórn Verkstjórasambandsins að sjóðfélagar geti ekki lengur treyst stjórninni til að verja hagsmuni þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×