Skorrdælingar velja sér framtíð 27. maí 2005 00:01 Íbúar í Skorradalshreppi gera upp hug sinn hvort þeir vilja sameinast nágrannasveitarfélögunum í almennum kosningum á laugardaginn kemur. 23. apríl síðastliðinn voru kosningar í fimm sveitarfélögum þar sem íbúarnir tóku afstöðu til sameiningar sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar. Íbúar fjögurra þeirra samþykktu, það eru íbúar Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps. Íbúar í Skorradalshreppi höfnuðu hinsvegar sameiningu og því verða þeir lögum samkvæmt að kjósa aftur um næstu helgi. Sex af hverjum tíu íbúum í Skorradalshreppi sem mættu á kjörstað höfnuðu sameiningunni og því velta menn því fyrir sér hvort nokkur von sé á öðru en að sameiningunni verði hafnað aftur um næstu helgi. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit og formaður sameiningarnefndar, segir hins vegar að nú standi Skorrdælingar fyrir allt öðrum kostum en í fyrri kosningum. "Þá var ekkert sem sagði að það yrði af neinni sameiningu. Nú liggur hins vegar fyrir vilji sveitarfélaganna fjögurra og því er einfaldlega verið að spyrja Skorrdælinga hvort þeir vilji vera með eða ekki." Okkar sumarbústaðir eru í Reykjavík Davíð Pétursson, oddviti í Skorradalshreppi, segir að gjalda beri varhug við sameiningu. "Við sjáum íbúum okkar fyrir allri þeirri þjónustu sem okkur ber að veita og við náum að halda fasteignagjöldum og útsvari í lágmarki. Hvað ættum við því að græða á sameiningu?" spyr hann. Bent hefur verið á að fólk sem búi á höfuðborgarsvæðinu skrái sig sem íbúa í Skorradal og geti þannig greitt atkvæði um sameiningu sveitarfélaga þrátt fyrir að búa ekki á svæðinu. Davíð hefur svar á reiðum höndum. "Margir hérna eiga íbúð í borginni og þaðan kemur þessi misskilningur. Borgarbúar eru með sína sumarbústaði í sveitinni en okkar sumarbústaðir eru í borginni," segir Davíð og hlær. Hann bendir á að margir af landsbyggðinni eigi íbúð á höfuðborgarsvæðinu enda verði þeir að skjóta þaki yfir börn sín um leið og þau hafa lokið grunnskólaprófi. Spurður hvort þriðjungur íbúanna búi í raun annars staðar segir hann að allir skráðir íbúar í Skorradalshreppi hafi löglegt lögheimili þar en margir vinni þó annars staðar og það sé ekki óalgengt í nútímaþjóðfélagi. Það sé líka réttur fólks að hafa búsetu- og atvinnumál sín með þeim hætti og óeðlilegt er að vera grennslast fyrir um hvað fólk eyði miklum tíma á lögheimili sínu. Er slegist um Skorradalsgróðann? Á síðasta ári runnu rúmar 22 milljónir í sveitarsjóð Skorradalshrepps. Það eru mun meiri tekjur en hinna sveitarfélaganna sé miðað við íbúa, hver Skorrdælingur gefur af sér rúmar 400 þúsund krónur á ári. Íbúar í Borgarfjarðarsveit fylgja þó fast á hæla þeirra. Skorrdælingar hafa jafnframt miklar tekjur af sumarhúsaleigu og ef heildartekjur hreppsins eru reiknaðar kemur í ljós að þær nema rúmri hálfri milljón á íbúa. Þar slær þeim enginn við. En snýst þá allt sameiningarmálið um það að nágrannarnir vilji fá hlutdeild í Skorradalsgróðanum en Skorrdælingar vilja ekki deila honum? Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, segir málið ekki snúast um það því þó að tekjurnar séu háar á hvern íbúa í Skorradal hafi þær ekki svo mikil áhrif á heildarútkomuna. Davíð segir að sá eini sem myndi græða peningalega á sameiningunni væri jöfnunarsjóður þar sem tekjujöfnunarframlag hans yrði minna en áður, þetta snúist því ekki um nísku Skorrdælinga gagnvart nágrönnum sínum. Slæm staða ef þeir hafna sameiningu En hver verður staða hreppsins ef íbúarnir hafna sameiningu? Er hugsanlegt að nýja sameinaða sveitarfélagið hafni Skorrdælingum um þá þjónustu sem þeir vilja kaupa af því? Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segir að þeir séu enn samningsbundnir Skorrdælingum og þeir samningar haldi þótt Skorrdælingar hafni sameiningu. "Það verður svo bara að meta stöðuna þegar að því kemur að endurnýja þá," segir Páll. Viðmælandi Fréttablaðsins í Borgarfirði sagði blaðamanni hins vegar að ekki yrði mikill áhugi fyrir því að selja Skorrdælingum þjónustu vilji þeir standa fyrir utan hið nýja sameinaða sveitarfélag. Alltént verði ekki tekið á þeim neinum vettlingatökum þegar kæmi að endurnýjun samninga. Annar viðmælandi í Borgarfirði sagðist ekki vera hrifinn af þeim hugsunarhætti Skorrdælinga að öll þjónusta sé góð á meðan aðrir sjái um hana. Páll segir að nú eigi sér stað gríðarleg uppbygging á svæðinu og Skorrdælingar ættu að sjá sér hag í að taka þátt í henni. Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, tók í sama streng og sagði að þeirra yrði saknað kæmu þeir ekki með inn í þessa nýju tíma. Ágúst Árnason sem sæti á í sameiningarnefnd fyrir hönd Skorradalshrepp sagði blaðamanni að hann hefði upphaflega verið á varðbergi gagnvart sameiningu sveitarfélaganna en nú horfi öðruvísi við þar sem það liggi ljóst fyrir að sveitarfélögin verði sameinuð og aðeins spurt hvort Skorrdælingar verði með. Opinn hreppsnefndarfundur Skorrdælinga verður haldinn á sunnudaginn og þar munu línur væntanlega skýrast. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, er einn manna á mælendaskrá og því spurning hvort hann nái að sannfæra granna sína. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira
Íbúar í Skorradalshreppi gera upp hug sinn hvort þeir vilja sameinast nágrannasveitarfélögunum í almennum kosningum á laugardaginn kemur. 23. apríl síðastliðinn voru kosningar í fimm sveitarfélögum þar sem íbúarnir tóku afstöðu til sameiningar sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar. Íbúar fjögurra þeirra samþykktu, það eru íbúar Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps. Íbúar í Skorradalshreppi höfnuðu hinsvegar sameiningu og því verða þeir lögum samkvæmt að kjósa aftur um næstu helgi. Sex af hverjum tíu íbúum í Skorradalshreppi sem mættu á kjörstað höfnuðu sameiningunni og því velta menn því fyrir sér hvort nokkur von sé á öðru en að sameiningunni verði hafnað aftur um næstu helgi. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti í Borgarfjarðarsveit og formaður sameiningarnefndar, segir hins vegar að nú standi Skorrdælingar fyrir allt öðrum kostum en í fyrri kosningum. "Þá var ekkert sem sagði að það yrði af neinni sameiningu. Nú liggur hins vegar fyrir vilji sveitarfélaganna fjögurra og því er einfaldlega verið að spyrja Skorrdælinga hvort þeir vilji vera með eða ekki." Okkar sumarbústaðir eru í Reykjavík Davíð Pétursson, oddviti í Skorradalshreppi, segir að gjalda beri varhug við sameiningu. "Við sjáum íbúum okkar fyrir allri þeirri þjónustu sem okkur ber að veita og við náum að halda fasteignagjöldum og útsvari í lágmarki. Hvað ættum við því að græða á sameiningu?" spyr hann. Bent hefur verið á að fólk sem búi á höfuðborgarsvæðinu skrái sig sem íbúa í Skorradal og geti þannig greitt atkvæði um sameiningu sveitarfélaga þrátt fyrir að búa ekki á svæðinu. Davíð hefur svar á reiðum höndum. "Margir hérna eiga íbúð í borginni og þaðan kemur þessi misskilningur. Borgarbúar eru með sína sumarbústaði í sveitinni en okkar sumarbústaðir eru í borginni," segir Davíð og hlær. Hann bendir á að margir af landsbyggðinni eigi íbúð á höfuðborgarsvæðinu enda verði þeir að skjóta þaki yfir börn sín um leið og þau hafa lokið grunnskólaprófi. Spurður hvort þriðjungur íbúanna búi í raun annars staðar segir hann að allir skráðir íbúar í Skorradalshreppi hafi löglegt lögheimili þar en margir vinni þó annars staðar og það sé ekki óalgengt í nútímaþjóðfélagi. Það sé líka réttur fólks að hafa búsetu- og atvinnumál sín með þeim hætti og óeðlilegt er að vera grennslast fyrir um hvað fólk eyði miklum tíma á lögheimili sínu. Er slegist um Skorradalsgróðann? Á síðasta ári runnu rúmar 22 milljónir í sveitarsjóð Skorradalshrepps. Það eru mun meiri tekjur en hinna sveitarfélaganna sé miðað við íbúa, hver Skorrdælingur gefur af sér rúmar 400 þúsund krónur á ári. Íbúar í Borgarfjarðarsveit fylgja þó fast á hæla þeirra. Skorrdælingar hafa jafnframt miklar tekjur af sumarhúsaleigu og ef heildartekjur hreppsins eru reiknaðar kemur í ljós að þær nema rúmri hálfri milljón á íbúa. Þar slær þeim enginn við. En snýst þá allt sameiningarmálið um það að nágrannarnir vilji fá hlutdeild í Skorradalsgróðanum en Skorrdælingar vilja ekki deila honum? Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, segir málið ekki snúast um það því þó að tekjurnar séu háar á hvern íbúa í Skorradal hafi þær ekki svo mikil áhrif á heildarútkomuna. Davíð segir að sá eini sem myndi græða peningalega á sameiningunni væri jöfnunarsjóður þar sem tekjujöfnunarframlag hans yrði minna en áður, þetta snúist því ekki um nísku Skorrdælinga gagnvart nágrönnum sínum. Slæm staða ef þeir hafna sameiningu En hver verður staða hreppsins ef íbúarnir hafna sameiningu? Er hugsanlegt að nýja sameinaða sveitarfélagið hafni Skorrdælingum um þá þjónustu sem þeir vilja kaupa af því? Páll Brynjarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, segir að þeir séu enn samningsbundnir Skorrdælingum og þeir samningar haldi þótt Skorrdælingar hafni sameiningu. "Það verður svo bara að meta stöðuna þegar að því kemur að endurnýja þá," segir Páll. Viðmælandi Fréttablaðsins í Borgarfirði sagði blaðamanni hins vegar að ekki yrði mikill áhugi fyrir því að selja Skorrdælingum þjónustu vilji þeir standa fyrir utan hið nýja sameinaða sveitarfélag. Alltént verði ekki tekið á þeim neinum vettlingatökum þegar kæmi að endurnýjun samninga. Annar viðmælandi í Borgarfirði sagðist ekki vera hrifinn af þeim hugsunarhætti Skorrdælinga að öll þjónusta sé góð á meðan aðrir sjái um hana. Páll segir að nú eigi sér stað gríðarleg uppbygging á svæðinu og Skorrdælingar ættu að sjá sér hag í að taka þátt í henni. Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, tók í sama streng og sagði að þeirra yrði saknað kæmu þeir ekki með inn í þessa nýju tíma. Ágúst Árnason sem sæti á í sameiningarnefnd fyrir hönd Skorradalshrepp sagði blaðamanni að hann hefði upphaflega verið á varðbergi gagnvart sameiningu sveitarfélaganna en nú horfi öðruvísi við þar sem það liggi ljóst fyrir að sveitarfélögin verði sameinuð og aðeins spurt hvort Skorrdælingar verði með. Opinn hreppsnefndarfundur Skorrdælinga verður haldinn á sunnudaginn og þar munu línur væntanlega skýrast. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, er einn manna á mælendaskrá og því spurning hvort hann nái að sannfæra granna sína.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Sjá meira