Fjallagarpar á leið til Grænlands 13. júlí 2005 00:01 Fjórir íslenskir fjallagarpar á fimmtugsaldri halda til Grænlands á morgun til að etja kappi við náttúruöflin og fjallagarpa af öðrum þjóðernum. Þeir telja engar líkur á sigri og voru í óða önn við að birgja sig upp af óhollustu. Fjórmenningarnir leggja af stað til Anmassalik á Grænlandi á morgun, þar sem ævintýrakeppnin Arctic Team Challenge fer fram. Þar munu þeir hlaupa, róa, hjóla og klifra í fjóra sólarhringa, leggja að baki 300 kílametra leið með samanlagðri hækkun upp á um 10 þúsund metra. Þeir segja álagið jafngilda því að hlaupa Laugaveginn, Landmannalaug Þórsmörk, einu sinni á dag, fjóra daga í röð. Matseðillinn í slíkri ferð virðist aðallega samanstanda af kolvetni, fitu og salti, en í nestispokann fara m.a. tvö kíló af súkkulaði, og annað eins af súkkulaði rúsínum og kartöfluflögum. Þeir telja sig vera að brenna tuttugu þúsund hitaeiningum á dag. Þeir ætla að brenna þessu í hamaganginum. Þeir segjast líka vera í fullu fæði og sukkmatinn sem þeir voru að versla ætla þeir að bera með sér þegar þeir eru að keppa. Íslenska liðið keppir við 8 önnur lið, frá Suður-Afríku, Bretlandi, Grænlandi og Danmörku. Til að eiga séns hafa þeir æft þrisvar á dag. Hafa hlaupið á morgnana og á kvöldin, lyft lóðum í hádeginum og auðvitað hoppað um á Esjunni. Svona mönnum nægir því einfaldlega ekki tveggja vikna ferð til Kanaríeyja eins og öðru fólki. Aðspurðir um sigulíkur hópsins segjast þeir telja litlar líkur á því að vinna keppnina þetta árið en líta frekar á hana sem góða æfingu fyrir næsta ár. Þeir vonast samt til þess að vera í þriðja til sjötta sæti. Fréttir Innlent Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Fjórir íslenskir fjallagarpar á fimmtugsaldri halda til Grænlands á morgun til að etja kappi við náttúruöflin og fjallagarpa af öðrum þjóðernum. Þeir telja engar líkur á sigri og voru í óða önn við að birgja sig upp af óhollustu. Fjórmenningarnir leggja af stað til Anmassalik á Grænlandi á morgun, þar sem ævintýrakeppnin Arctic Team Challenge fer fram. Þar munu þeir hlaupa, róa, hjóla og klifra í fjóra sólarhringa, leggja að baki 300 kílametra leið með samanlagðri hækkun upp á um 10 þúsund metra. Þeir segja álagið jafngilda því að hlaupa Laugaveginn, Landmannalaug Þórsmörk, einu sinni á dag, fjóra daga í röð. Matseðillinn í slíkri ferð virðist aðallega samanstanda af kolvetni, fitu og salti, en í nestispokann fara m.a. tvö kíló af súkkulaði, og annað eins af súkkulaði rúsínum og kartöfluflögum. Þeir telja sig vera að brenna tuttugu þúsund hitaeiningum á dag. Þeir ætla að brenna þessu í hamaganginum. Þeir segjast líka vera í fullu fæði og sukkmatinn sem þeir voru að versla ætla þeir að bera með sér þegar þeir eru að keppa. Íslenska liðið keppir við 8 önnur lið, frá Suður-Afríku, Bretlandi, Grænlandi og Danmörku. Til að eiga séns hafa þeir æft þrisvar á dag. Hafa hlaupið á morgnana og á kvöldin, lyft lóðum í hádeginum og auðvitað hoppað um á Esjunni. Svona mönnum nægir því einfaldlega ekki tveggja vikna ferð til Kanaríeyja eins og öðru fólki. Aðspurðir um sigulíkur hópsins segjast þeir telja litlar líkur á því að vinna keppnina þetta árið en líta frekar á hana sem góða æfingu fyrir næsta ár. Þeir vonast samt til þess að vera í þriðja til sjötta sæti.
Fréttir Innlent Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira