Erlent

Abbas til Washington í lok maí

MYND/AP
Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, mun eiga fund með George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Washington hinn 26. þessa mánaðar. Bush bauð Abbas til Washington strax eftir að hann var kjörinn forseti 10. janúar síðastliðinn. Mismunandi skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna svo mikil töf hefur orðið á heimsókninni. Í Washington er helsta skýringin sú að menn hafi viljað sjá friðarferlið þokast aðeins betur áleiðis áður en leiðtogarnir hittust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×