Innlent

Tveir boltar í Öxaránni

„Öxaráin er full af stórurriða þessa dagana. Hann er þarna í bullandi hrygningu og inn á milli eru risastórir hængar eins og þessi á myndinni. Þeir eru að slást um ástaratlot og hilli glæsilegra hrygna,“ segir Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og líffræðingur. Össur segir þennan fisk hafa verið svo árásargjarnan að þegar beint hafi verið ljósgaisla að honum í haustmyrkrinu þá hafi hann svo reiður við að hann hafi synt þannig að boðarnir féllu af honum og ráðist að þeim sem hélt á ljósinu. Um leið var hann fangaður í háf og verður notaður í klak. Össur telur urriðastofninn í vatninu vera að styrkjast, bæði í öxaránni og ekki síður við uppsprettur á öðrum stöðum í vatninu. Þessi stóri hængur verður merktur með sérstökum merkjum og þannig fylgst með ferðum hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×