Erlent

Ætla að sniðganga þingkosningar

Morgan Tsvangirai, leiðtogi helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve hefur boðað að flokkur hans muni sniðganga þingkosningar þar í landi sem halda á í næsta mánuði. Hann segir einsýnt að kosningarnar séu til þess eins að herða tök Roberts Mugabe á stjórn landsins. Hann segir að flokkur Mugabes hafi bæði svindlað og beitt ofbeldi til að hindra framgöngu lýðræðis í kosningum síðustu fimm árin og nú muni stjórnarandstaðan hætta að taka þátt í þeim leik. Efnahagsástandið í Simbabve er afskaplega slæmt og virðist bara fara versnandi. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×