Ráðherra hafi beitt þrýstingi 24. mars 2005 00:01 Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna vera eins faglega og framast má vera. Stjórnin hafi aldrei beitt úthlutunarnefndina nokkrum þrýstingi en það hafi hins vegar ráðherra í ríkisstjórninni gert. Ásmundur Sveinsson var einn þeirra sem ekki átti upp á pallborðið hjá Jónasi frá Hriflu á sínum tíma. Ósagt skal látið hvort hann fékk einhvers konar listamannalaun á sinni tíð en í ljósi þess að fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna býður upp á vangaveltur um spillingu, er þá ekki ástæða til að breyta fyrirkomulaginu? Áslaug Thorlacius, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, segir ekki ástæðu til þess, þetta sé sama fyrirkomulag og viðgangist í fræða- og vísindaheiminum. Þetta kallist jafningjamat og það þyki best. Þeir sem vit hafi á málum skoði umsóknir og fjalli um þær. Áslaug tekur fram að varamaður hafi verið kallaður inn til að fjalla um umsókn sambýliskonu eins nefndarmanna. Hún segir nýja úthlutunarnefnd vera skipaða á hverju ári og sú nefnd komi að hreinu borði, það eigi enginn fyrir fram rétt á starfslaunum. Kvörtun aðstandenda farsæls listamanns eigi áreiðanlega rétt á sér en hún eigi líklega frekar heima hjá heiðurslaunasjóði sem Alþingi úthlutar úr. Áslaug segir fjarri lagi að nefndin hafi verið beitt þrýstingi. Stjórn SÍM skipi margar úthlutunarnefndir og skipti sér ekkert af þeirra störfum eftir það. Hún segist hins vegar vita að úthlutunarnefnd launasjóðs listamanna hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi. Ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafi hringt í nefndina og talað máli einhvers umsækjanda sem hún viti ekki hver var. Nefndin hafi ekki látið þann þrýsting hafa áhrif á störf sín en hún viti að sami ráðherra hafi hringt eftir á til þess að hala í land með þetta og segja að hann hefði í raun ekki verið að beita þrýstingi. Þetta finnist henni vera alvarlegur þrýstingur. Aðspurð hvaða ráðherra þetta hafi verið segir Áslaug að það hafi verið landbúnaðarráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir úthlutun úr launasjóði myndlistarmanna vera eins faglega og framast má vera. Stjórnin hafi aldrei beitt úthlutunarnefndina nokkrum þrýstingi en það hafi hins vegar ráðherra í ríkisstjórninni gert. Ásmundur Sveinsson var einn þeirra sem ekki átti upp á pallborðið hjá Jónasi frá Hriflu á sínum tíma. Ósagt skal látið hvort hann fékk einhvers konar listamannalaun á sinni tíð en í ljósi þess að fyrirkomulag úthlutunar listamannalauna býður upp á vangaveltur um spillingu, er þá ekki ástæða til að breyta fyrirkomulaginu? Áslaug Thorlacius, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, segir ekki ástæðu til þess, þetta sé sama fyrirkomulag og viðgangist í fræða- og vísindaheiminum. Þetta kallist jafningjamat og það þyki best. Þeir sem vit hafi á málum skoði umsóknir og fjalli um þær. Áslaug tekur fram að varamaður hafi verið kallaður inn til að fjalla um umsókn sambýliskonu eins nefndarmanna. Hún segir nýja úthlutunarnefnd vera skipaða á hverju ári og sú nefnd komi að hreinu borði, það eigi enginn fyrir fram rétt á starfslaunum. Kvörtun aðstandenda farsæls listamanns eigi áreiðanlega rétt á sér en hún eigi líklega frekar heima hjá heiðurslaunasjóði sem Alþingi úthlutar úr. Áslaug segir fjarri lagi að nefndin hafi verið beitt þrýstingi. Stjórn SÍM skipi margar úthlutunarnefndir og skipti sér ekkert af þeirra störfum eftir það. Hún segist hins vegar vita að úthlutunarnefnd launasjóðs listamanna hafi verið beitt óeðlilegum þrýstingi. Ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafi hringt í nefndina og talað máli einhvers umsækjanda sem hún viti ekki hver var. Nefndin hafi ekki látið þann þrýsting hafa áhrif á störf sín en hún viti að sami ráðherra hafi hringt eftir á til þess að hala í land með þetta og segja að hann hefði í raun ekki verið að beita þrýstingi. Þetta finnist henni vera alvarlegur þrýstingur. Aðspurð hvaða ráðherra þetta hafi verið segir Áslaug að það hafi verið landbúnaðarráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Sjóðir Stígamóta að tæmast og uppsagnir að óbreyttu fram undan Heiða liggur enn undir feldi Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Sjá meira