20.000 manns eiga inneign hjá Tryggingastofnun ríkisins 23. nóvember 2005 21:16 Ástæða hárra bakreikninga til öryrkja frá Tryggingastofnun er í flestum tilvikum sú að þeir hafa vantalið tekjur sínar. Það eru hins vegar ekki bara sendir út bakreikningar, 20.000 manns eiga inneign hjá TR sem greidd verður út fyrir jól. Við sögðum í gær frá Vali Höskuldssyni sem Tryggingastofnun sviptir bótum í nóvember og desember, og krefst auk þess að hann endurgreiði 500 þúsund krónur. Valur er einn af þeim 80 öryrkjum og ellilífeyrisþegum sem svipað er ástatt um. Ágúst Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri lífeyristryggingasviðs Tryggingastofnunar, segir að ef ofgreiðslan er 500.000, sé skýringin á því að annað hvort hafi viðkomandi einstaklingur ekki talið fram til skatts, hann hafi hærri fjármagnstekjur en hann gerði ráð fyrir eða að viðkomandi hafi ekki látið stofnunina vita um breytingar á tekju hvort sem það eru atvinnutekjur eða lífeyrissjóðstekjur. Ágúst segir að þetta séu helstu ástæðurnar fyrir að ofgreiðslur hafi verið að myndast. Hann minnir á að að bótaþegar beri sjálfir ábyrgð á því að réttar upplýsingar séu gefnar við útreikning bóta á hverjum tíma. Ágúst segir það eðlilegt að menn fái greiddar þær bætur sem þeir eigi rétt á, hvorki meira né minna. Það gleymist einnig stundum í umræðunni að það sé líka um að ræða vangreiðslur til einstaklinga sem verið sé að leiðrétta núna en alls fái um 20.000 manns greiddar inneignir og þær verði greiddar fyrir jólin. Ágúst segir að lögin séu sjálf í góðu lagi en menn þurfi að átta sig á mikilvægi þess að upplýsa Tryggingastofnun um þær breytingar sem kunna að verða á högum þeirra, hvort sem um ræðir tekjur, hjúksaparstöðu eða annað sem kunni að hafa áhrif á bótaréttinn. Fréttir Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ástæða hárra bakreikninga til öryrkja frá Tryggingastofnun er í flestum tilvikum sú að þeir hafa vantalið tekjur sínar. Það eru hins vegar ekki bara sendir út bakreikningar, 20.000 manns eiga inneign hjá TR sem greidd verður út fyrir jól. Við sögðum í gær frá Vali Höskuldssyni sem Tryggingastofnun sviptir bótum í nóvember og desember, og krefst auk þess að hann endurgreiði 500 þúsund krónur. Valur er einn af þeim 80 öryrkjum og ellilífeyrisþegum sem svipað er ástatt um. Ágúst Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri lífeyristryggingasviðs Tryggingastofnunar, segir að ef ofgreiðslan er 500.000, sé skýringin á því að annað hvort hafi viðkomandi einstaklingur ekki talið fram til skatts, hann hafi hærri fjármagnstekjur en hann gerði ráð fyrir eða að viðkomandi hafi ekki látið stofnunina vita um breytingar á tekju hvort sem það eru atvinnutekjur eða lífeyrissjóðstekjur. Ágúst segir að þetta séu helstu ástæðurnar fyrir að ofgreiðslur hafi verið að myndast. Hann minnir á að að bótaþegar beri sjálfir ábyrgð á því að réttar upplýsingar séu gefnar við útreikning bóta á hverjum tíma. Ágúst segir það eðlilegt að menn fái greiddar þær bætur sem þeir eigi rétt á, hvorki meira né minna. Það gleymist einnig stundum í umræðunni að það sé líka um að ræða vangreiðslur til einstaklinga sem verið sé að leiðrétta núna en alls fái um 20.000 manns greiddar inneignir og þær verði greiddar fyrir jólin. Ágúst segir að lögin séu sjálf í góðu lagi en menn þurfi að átta sig á mikilvægi þess að upplýsa Tryggingastofnun um þær breytingar sem kunna að verða á högum þeirra, hvort sem um ræðir tekjur, hjúksaparstöðu eða annað sem kunni að hafa áhrif á bótaréttinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira