Erlent

Hátt í 40 látnir í flóðum í Evrópu

Nærri fjörutíu manns hafa látist af völdum mikilla flóða í Evrópu undanfarna fjóra daga. Björgunarsveitarmenn um alla álfuna standa nú í stórræðum vegna flóðanna sem ekki virðist ætla að linna alveg í bráð. Verst er ástandið í Rúmeníu, þar sem 1400 hús hafa eyðilagst þegar ár hafa flætt yfir bakka sína í úrhellisrigningu. Minnst 25 farist þar. Þá hafa þúsundir manna þurft að yfirgefa heimili sín í Sviss, Austurríki og Þýskalandi, þar sem mikið hvassviðri hefur fylgt úrkomunni. Sums staðar hefur verið meira og minna rafmagnslaust síðustu dagana og eins eru vegir að mörgum smábæjum enn lokaðir og því erfitt að koma fólki þar til hjálpar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×