Innlent

Auga fyrir góð málefni

Sjóðurinn Auga var stofnaður á Kjarvalsstöðum. Sjóðnum er ætlað að styðja góð málefni í samfélaginu með afli auglýsinga. Í fréttatilkynningu segir að auglýsingaiðnaðurinn vilji sinna samfélagslegri skyldu sinni og beita afli auglýsinga til að bæta samfélagið. Sjóðurinn mun auglýsa eftir umsóknum sem verða metnar á grundvelli þess hvar auglýsingar muni skila mestum árangri og hversu þörfin er brýn. Stofnendur Auga eru: Samband íslenskra auglýsingastofa, Samtök auglýsenda, Félag íslensks markaðsfólks (ÍMARK), 365 prent- og myndmiðlar, Fróði, Morgunblaðið og Ríkisútvarpið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×