Álagningin vegna prentkostnaðar 24. febrúar 2005 00:01 Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samkomulag við lyfjainnflytjendur um að þeir megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja eins og það er í Noregi og Svíþjóð, vegna prentkostnaðar við leiðbeiningar á íslensku, ef lyfin eru seld hér á landi. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til mikillar verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað lyfjafyrirtækjunum að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækin geta selt lyfin dýrarara verði hér á landi en ella. Að sögn Páls Péturssonar, formanns lyfjagreiðslunefndar, er undanþágan frá Danmörku þó aðeins veitt þegar viðkomandi lyf eru greinilega á óeðlilegum undirboðum í Danmörku. Þá hafi 20 prósenta aukaálagningin verið samþykkt tímabundið til að auka framboð nýrra samheitalyfja hér á landi en þau eru ódýrari en frumlyf. Nú þegar megi sjá árangur af þessari tilhögun. Skýringin á þessari tuttugu prósenta umframálagningu er sú að það sé svo dýrt að prenta íslenskar leiðbeiningar á umbúðir nýrra lyfja. En lítum nú nánar á þennan prentkostnað og leikum okkur að tölum. Það er alls ekki óalgengt að einn lyfjakúr geti kostað um það bil tíu þúsund krónur án niðurgreiðlsu hins opinbera. Prentkostnaðurinn vegna þessa eina kúrs er þá tvö þúsund krónur en margir kúrar eru seldir í þúsunda- og jafnvel tuga þúsunda vís á ári en prentkostnaðurinn helst hins vegar hlutfallslega sá sami á hvern kúr, eða 20 prósent. Ef þessi kostnaður er borinn saman við að prenta eitt stykki af meðal stórri jólabók í meðalstóru upplagi, sem gæti verið um 1200 eintök, er prent- og bókbandskostnaður við hverja einstaka bók um það bil 240 krónur. Það er sami prentkostnaður og við leiðbeiningar með einum lyfjakúr sem kostar aðeins tólf hundruð krónur. Nefndin, sem leggur blessun sína yfir þennan prentkostnað, ef svo má að orði komast, er skipuð fulltrúum heilbrigðisráðherra, fjármálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Lyfjastofnunar og Landlæknis. Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samkomulag við lyfjainnflytjendur um að þeir megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja eins og það er í Noregi og Svíþjóð, vegna prentkostnaðar við leiðbeiningar á íslensku, ef lyfin eru seld hér á landi. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til mikillar verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað lyfjafyrirtækjunum að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækin geta selt lyfin dýrarara verði hér á landi en ella. Að sögn Páls Péturssonar, formanns lyfjagreiðslunefndar, er undanþágan frá Danmörku þó aðeins veitt þegar viðkomandi lyf eru greinilega á óeðlilegum undirboðum í Danmörku. Þá hafi 20 prósenta aukaálagningin verið samþykkt tímabundið til að auka framboð nýrra samheitalyfja hér á landi en þau eru ódýrari en frumlyf. Nú þegar megi sjá árangur af þessari tilhögun. Skýringin á þessari tuttugu prósenta umframálagningu er sú að það sé svo dýrt að prenta íslenskar leiðbeiningar á umbúðir nýrra lyfja. En lítum nú nánar á þennan prentkostnað og leikum okkur að tölum. Það er alls ekki óalgengt að einn lyfjakúr geti kostað um það bil tíu þúsund krónur án niðurgreiðlsu hins opinbera. Prentkostnaðurinn vegna þessa eina kúrs er þá tvö þúsund krónur en margir kúrar eru seldir í þúsunda- og jafnvel tuga þúsunda vís á ári en prentkostnaðurinn helst hins vegar hlutfallslega sá sami á hvern kúr, eða 20 prósent. Ef þessi kostnaður er borinn saman við að prenta eitt stykki af meðal stórri jólabók í meðalstóru upplagi, sem gæti verið um 1200 eintök, er prent- og bókbandskostnaður við hverja einstaka bók um það bil 240 krónur. Það er sami prentkostnaður og við leiðbeiningar með einum lyfjakúr sem kostar aðeins tólf hundruð krónur. Nefndin, sem leggur blessun sína yfir þennan prentkostnað, ef svo má að orði komast, er skipuð fulltrúum heilbrigðisráðherra, fjármálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Lyfjastofnunar og Landlæknis.
Fréttir Innlent Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira