Erlent

Stjórnarskrá samþykkt á Spáni

Yfirgnæfandi meirihluti Spánverja samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum sem fram fóru í landinu í gær samkvæmt útgönguspám. Talningu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun en samkvæmt spænskum fjölmiðlum var yfirgnæfandi meirihluti kjósenda fylgjandi stjórnarskránni en kosið verður um hið sama í fjölmörgum öðrum löndum Evópusambandsins næstu vikurnar en samþykkja verður hana í öllum löndum áður en hún tekur gildi. Kjörsókn var þó dræm og var talið að innan við 50 prósent landsmanna hefðu tekið þátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×