Erlent

12 ára í níu ára fangelsi

Tólf ára drengur í Ohio, Bryan Christopher Sturm, var á laugardag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa myrt bæði frænku sína og ömmu. Sturm sagðist hafa skotið ömmu sína vegna þess að hún gagnrýndi hann sífellt en frænkan hefði fengið skot í höfuðið þegar hún ætlaði að taka af honum byssuna. Verjandi Sturms, Ray Smith, hyggst áfrýja dómnum. Í Ohio þurfa börn að hafa náð fjórtán ára aldri til að vera dæmd sem fullorðin, en samkvæmt dómnum mun Sturm sitja inni þar til hann nær 21 árs aldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×