Erlent

Óttast árásir á hjálparstarfsmenn

Allir þeir erlendu hjálparstarfsmenn sem að störfum eru í Indónesíu til aðstoðar þeim er urðu hvað verst úti eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi eru í alvarlegri hættu því líklegt er að íslamskir ofsatrúarmenn séu að skipuleggja hryðjuverkaárás á þá fljótlega. Þetta kom fram í máli utanríkisráðherra Ástralíu en sökum anna geta allir þeir friðargæsluliðar og hermenn sem eru í Banda Aceh ekki tryggt öryggi hjálparstarfsmannanna. Hann sagði að stjórnvöld í Ástralíu teldu líkurnar meiri en minni að árás yrði gerð innan tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×