Erlent

Átök sjíta og súnníta á Indlandi

Til átaka kom á milli sjíta og súnníta í héraðinu Uttar Pradesh í norðurhluta Indlands í dag með þeim afleiðingum að þrír létust og 13 særðust. Deilurnar milli trúarhópanna snerust um það hvaða leið ganga á vegum sjítanna ætti að fara, en þeir halda um Ashura-trúarhátíðina hátíðlega um þessar mundir eins og sjítar í öðrum löndum. Yfirvöld í héraðinu segja að hóparnir tveir hafi grýtt og skotið hvorir á aðra en einnig var hnífum beitt í viðskiptunum. Þá var kveikt í nokkrum verslunum og bílum en óeirðalögregla var kölluð til og tókst henni að dreifa hópnum og ná tökum á ástandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×