Erlent

43 látnir í ferjuslysi

Að minnsta kosti 43 létust þegar ferja sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að um 200 manns hafi verið um borð og er um 150 enn saknað, en óttast er að fjölmargir hafi ekki komist frá borði áður en skipið sökk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×