Ungbarnadauði alvarlegasti vandinn 16. apríl 2005 00:01 Daglega deyja um 30 þúsund börn í heiminum af völdum hungurs og sjúkdóma. Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir þessa staðreynd skelfa sig hvað mest af öllum þeim hörmungum sem mannkynið þarf að glíma við. "Þetta samsvarar öllu því mannfalli sem varð vegna flóðanna í Asíu um áramótin, munurinn er bara sá að þetta gerist í hverri viku, allt árið um kring, 52 flóðbylgjur á ári. Hvers vegna vekur þetta ekki meiri viðbrögð hjá okkur en raun ber vitni?" spyr hún og segir þennan vanda lykilatriði í mannréttindabaráttu heimsbyggðarinnar. Mary Robinson er stödd á Íslandi í tilefni hátíðarhalda vegna 75 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en þær hafa starfað saman að mannréttindamálum á alþjóðavettvangi um langt árabil. Hún segir hægt að draga stórlega úr þessum gríðarlega barnadauða með sameiginlegu átaki, ókeypis dreifingu lyfja og matvæla. "Við sjáum hvað tókst að gera eftir flóðin í Asíu þegar öll heimsbyggðin tók höndum saman til hjálpar fólki í nauðum," segir hún. Mary Robinson veitir nú forstöðu mannréttindaamtökunum Oxfam sem berjast gegn hungri og fátækt í heiminum. Þau hafa að undanförnu tekið höndum saman við Amnesty International í baráttunni gegn vopnasölu til þróunarlanda og þá aðallega gegn sölu á handvopnum. "Byssur og rifflar eru í mínum huga hin raunveruleg gereyðingarvopn heimsbyggðarinnar, þó ógn stafi líka af öðrum stærri. Staðreyndin er sú að handvopn eru þau vopn sem deyða langflesta í heiminum og stafar konum sérstaklega hætta af þessum vopnum þar sem þeim er iðulega beitt þar sem konum er nauðgað með vopnavaldi," segir Mary Robinson. Og hún er ekki sátt við þá tvöfeldni sem forysturíki heimsins, Bandaríkin og Bretland, sýna á þessu sviði. "Forystumenn þeirra tala fjálglega um mannréttindi og hörmungar í heiminum en stunda síðan gríðarlega vopnasölu um allan heim vitandi það að þessi vopn eru oft aðaluppsretta hörmunganna," segir hún. Fréttir Innlent Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Daglega deyja um 30 þúsund börn í heiminum af völdum hungurs og sjúkdóma. Mary Robinsson, fyrrverandi forseti Írlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir þessa staðreynd skelfa sig hvað mest af öllum þeim hörmungum sem mannkynið þarf að glíma við. "Þetta samsvarar öllu því mannfalli sem varð vegna flóðanna í Asíu um áramótin, munurinn er bara sá að þetta gerist í hverri viku, allt árið um kring, 52 flóðbylgjur á ári. Hvers vegna vekur þetta ekki meiri viðbrögð hjá okkur en raun ber vitni?" spyr hún og segir þennan vanda lykilatriði í mannréttindabaráttu heimsbyggðarinnar. Mary Robinson er stödd á Íslandi í tilefni hátíðarhalda vegna 75 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, en þær hafa starfað saman að mannréttindamálum á alþjóðavettvangi um langt árabil. Hún segir hægt að draga stórlega úr þessum gríðarlega barnadauða með sameiginlegu átaki, ókeypis dreifingu lyfja og matvæla. "Við sjáum hvað tókst að gera eftir flóðin í Asíu þegar öll heimsbyggðin tók höndum saman til hjálpar fólki í nauðum," segir hún. Mary Robinson veitir nú forstöðu mannréttindaamtökunum Oxfam sem berjast gegn hungri og fátækt í heiminum. Þau hafa að undanförnu tekið höndum saman við Amnesty International í baráttunni gegn vopnasölu til þróunarlanda og þá aðallega gegn sölu á handvopnum. "Byssur og rifflar eru í mínum huga hin raunveruleg gereyðingarvopn heimsbyggðarinnar, þó ógn stafi líka af öðrum stærri. Staðreyndin er sú að handvopn eru þau vopn sem deyða langflesta í heiminum og stafar konum sérstaklega hætta af þessum vopnum þar sem þeim er iðulega beitt þar sem konum er nauðgað með vopnavaldi," segir Mary Robinson. Og hún er ekki sátt við þá tvöfeldni sem forysturíki heimsins, Bandaríkin og Bretland, sýna á þessu sviði. "Forystumenn þeirra tala fjálglega um mannréttindi og hörmungar í heiminum en stunda síðan gríðarlega vopnasölu um allan heim vitandi það að þessi vopn eru oft aðaluppsretta hörmunganna," segir hún.
Fréttir Innlent Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira