Lífið

Uppgötvuðu Dauða herra Lazarescu

Dauði herra Lazarescus eftir Christi Puiu var valin uppgötvun ársins á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem lauk í kvöld. Í umsögn dómnefndar segir að hún tvinni saman þjóðfélagslega ádeilu og vangaveltur um sammannleg yrkisefni. Harkaleg hreinskilni í takt við vægðarlaust raunsæi og nákvæmni skapi ógleymanlega myndlíkingu. Mynd Lucreciu Martel, Heilaga stúlkan eða La Nina Santa fékk heiðursviðurkenningu fyrir einstaka persónulega sýn og sterka tilfinningu fyrir formgerð. Þá var Africa United eftir Ólaf Jóhannesson óvissumynd hátíðarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.