Vannýtt stóriðja í Eyjafirði 27. febrúar 2005 00:01 Nýjar áætlanir Norðurskeljar í Hrísey gera ráð fyrir 800 tonna bláskeljarækt í fyrsta áfanga og að því markmiði verði náð árið 2008. Hlutafé Norðurskeljar var í upphafi tæpar fimm milljónir króna en verður eftir endurfjármögnun um 65 milljónir króna. Víðir Björnsson, einn stofnenda Norðurskeljar, segir að þar að auki hafi fyrirtækið tryggt sér lánsfé og fyrirtækið hafi nú úr 80 milljónum að spila. „Reksturinn gekk erfiðlega fyrstu árin vegna skorts á fjármagni og erfiðleika á meðan við vorum að ná tökum á ræktuninni en það er nú að baki. Afurðaverð er hátt og allt bendir til að svo verði áfram og því erum við mjög bjartsýn,“ segir Víðir. Það tekur Norðurskel um tvö og hálft ár að rækta kræklinginn í sölustærð og var uppskeran aðeins rúm þrjú tonn í fyrra. Víðir segir að ekki sé búist við meira en tíu til fimmtán tonnum í ár og 35 tonnum árið 2006. Kræklingurinn er ræktaður á línum, sem komið er fyrir í sjó, og í ár verða settir út 100 kílómetrar af línum. Því megi búast við mikilli uppskeru árið 2008 og stöðugri aukningu árin þar á eftir. Nú eru einungis tveir í fullu starfi hjá Norðurskel og einn í hlutastarfi. Í sumar bætast við fimm starfsmenn við að útbúa línurnar sem settar verða niður á árinu. „Við stefnum á að vinna kræklinginn í neytendapakkningar og gangi það eftir munu um 25 manns starfa hjá Norðurskel þegar 800 tonna markinu verður náð. Eftir það verður okkur ekkert að vanbúnaði að hefja stórfellda kræklingarækt. Við höfum ræktunarsvæði fyrir 20 þúsund tonn en 13 þúsund tonna ársframleiðsla á kræklingi skapar um 450 störf miðað við fullunna vöru. Það er svipaður fjöldi og mun starfa í álverinu í Reyðarfirði,“ segir Víðir. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir það afar jákvætt ef fyrirtækinu tekst að skapa fjölda starfa á svæðinu. „Með því að koma að rekstrinum núna erum við í raun að efna fyrirheit sem sveitarstjórn Hríseyjar hafði gefið fyrir sameinginu. Ég bind vonir við að árið 2008 verði fyrirtækið þannig statt að bæjarfélagið þurfi ekki að koma að rekstrinum heldur komi fjármagn frá fjárfestum,“ segir Kristján Þór. Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Nýjar áætlanir Norðurskeljar í Hrísey gera ráð fyrir 800 tonna bláskeljarækt í fyrsta áfanga og að því markmiði verði náð árið 2008. Hlutafé Norðurskeljar var í upphafi tæpar fimm milljónir króna en verður eftir endurfjármögnun um 65 milljónir króna. Víðir Björnsson, einn stofnenda Norðurskeljar, segir að þar að auki hafi fyrirtækið tryggt sér lánsfé og fyrirtækið hafi nú úr 80 milljónum að spila. „Reksturinn gekk erfiðlega fyrstu árin vegna skorts á fjármagni og erfiðleika á meðan við vorum að ná tökum á ræktuninni en það er nú að baki. Afurðaverð er hátt og allt bendir til að svo verði áfram og því erum við mjög bjartsýn,“ segir Víðir. Það tekur Norðurskel um tvö og hálft ár að rækta kræklinginn í sölustærð og var uppskeran aðeins rúm þrjú tonn í fyrra. Víðir segir að ekki sé búist við meira en tíu til fimmtán tonnum í ár og 35 tonnum árið 2006. Kræklingurinn er ræktaður á línum, sem komið er fyrir í sjó, og í ár verða settir út 100 kílómetrar af línum. Því megi búast við mikilli uppskeru árið 2008 og stöðugri aukningu árin þar á eftir. Nú eru einungis tveir í fullu starfi hjá Norðurskel og einn í hlutastarfi. Í sumar bætast við fimm starfsmenn við að útbúa línurnar sem settar verða niður á árinu. „Við stefnum á að vinna kræklinginn í neytendapakkningar og gangi það eftir munu um 25 manns starfa hjá Norðurskel þegar 800 tonna markinu verður náð. Eftir það verður okkur ekkert að vanbúnaði að hefja stórfellda kræklingarækt. Við höfum ræktunarsvæði fyrir 20 þúsund tonn en 13 þúsund tonna ársframleiðsla á kræklingi skapar um 450 störf miðað við fullunna vöru. Það er svipaður fjöldi og mun starfa í álverinu í Reyðarfirði,“ segir Víðir. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir það afar jákvætt ef fyrirtækinu tekst að skapa fjölda starfa á svæðinu. „Með því að koma að rekstrinum núna erum við í raun að efna fyrirheit sem sveitarstjórn Hríseyjar hafði gefið fyrir sameinginu. Ég bind vonir við að árið 2008 verði fyrirtækið þannig statt að bæjarfélagið þurfi ekki að koma að rekstrinum heldur komi fjármagn frá fjárfestum,“ segir Kristján Þór.
Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira