Lífið

Fíll banaði umsjónarmanni sínum

Stjórnendur dýragarðsins í Vín segja ekki ástæðu til að endurskoða öryggisreglur dýragarðsins þrátt fyrir að fíll hafi kramið umsjónarmann sinn til bana. Þetta er annað dauðsfallið á þremur árum sem dýr í garðinum valda, í fyrra skiptið rifu þrír jagúarar starfsmann dýragarðsins í sig fyrir framan gesti. Fíllinn Abu skorðaði umsjónarmann sinn af upp við vegg og rak tennur sínar í hann. Umsjónarmaðurinn, sem hafði annast Abu frá fæðingu hans fyrir fjórum árum, lést samstundis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.