Erlent

Ók á stóru systur

Betur fór en á horfðist þegar þriggja ára snáði í Þrándheimi tók fjölskyldubílinn traustataki og ók yfir fimm ára gamla systur sína á þriðjudaginn. Telpan hlaut aðeins minniháttar áverka, beinbrot og nokkrar skrámur. Að sögn Aftenposten voru tildrög slyssins þau að hnokkinn steig upp á skógrind og teygði sig þannig í bíllyklana sem héngu á vegg. Því næst settist hann bak við stýrið á fjölskyldubílnum og setti í gang. Við ræsinguna kastaðist bíllinn á systurina þar sem hún rólaði sér í sakleysi sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×