Erlent

Þolir ekki blaðamenn

Karl Bretaprins hefur enn einu sinni komið sér í vandræði. Í gær heyrðist hann muldra á blaðamannafundi með sonum sínum að blaðamenn væru fábjánar og hann þyldi þá ekki. Feðgarnir eru í skíðaferðalagi í Klosters í Sviss og er talið að Karli hafi gramist að ljósmyndarar sátu um syni hans í brekkunum. Talsmenn krónprinsins gáfu samstundis út yfirlýsingu þess efnis að honum væri ekki í nöp við fjölmiðla. Camilla Parker-Bowles, heitkona prinsins, kann ekki á skíði og var því ekki boðið með til Klosters.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×