Sport

Boro og Everton sektuð

Lið Middlesbrough og Everton hafa verið sektuð um 8000 pund vegna óláta milli leikmanna þegar liðin áttust við í janúar. Undir lok leiksins kom til átaka milli leikmanna, sem bárust inn í mark Middlesbrough liðsins, en uppúr sauð þegar villiminkurinn Duncan Ferguson hjá Everton sótti full hart að Mark Schwarzer, markverði Boro. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton var hissa á úrskurði aganefndarinnar.  "Ef gerð hefur verið rannsókn á atvikinu, finnst mér það ansi strangt.  Leikmönnunum lenti aðeins saman, einfaldlega vegna nálægðar þeirra hver við annan af því þetta gerðist eftir hornspyrnu." sagði Moyes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×