Er herinn að fara? 14. nóvember 2005 20:16 Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs til að ræða varnarmálin á Alþingi í dag og voru það orð forsætisráðherra á fundi Framsóknarflokksins fyrir helgi sem voru henni hugleikin. Ingibjörg vitnaði í orð forsætisráðherra um að Bandaríkjaher mætti fara ef hann vildi. Ingibjörg sagði málið snúast um það hvort að Íslendingar teldu þörf fyrir að herinn væri hér á landi en ekki um það hvort Bandaríkjamenn vildu vera hér á landi. Hún spurði hvort að með þessu væri verið að búa þjóðina undir að samningar vegna veru varnarliðsins myndu ekki ganga upp eða voru skilaboðin þau að niðurstaða þessara samninga muni verða á skjön við samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar vegna þess að samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar var að hér ættu að vera fjórar orrustuþotur á landinu, það væri lágmarks viðbúnaðurinn. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði að það væri skoðun ríkisstjórnarinnar að hér þurfi að vera sýnilegar varnir og það hefði hann ítreka á umræddum fundi. Hann sagði að hann hefði jafnframt verið að lýsa yfir óánægju með það hversu hægt þetta gengi og hann teldi að þeir aðilar í Bandaríkjunum sem að telja ekki nauðsynlegt að hafa þær varnir sem hér eru núna, hafi verið all áhrifamiklir í þessu máli. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sagði að menn gerðu sér áfram vonir um það að það verði hægt að koma þessum málum í farveg sem er viðunandi fyrir báða aðila. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði að í fyrsta lagi hefði nú hæstvirtur ráðherra væntanlega ekki þurft að taka þetta fram nema vegna þess að einmitt þetta sem að hann er að reyna að þvo af sér og ríkisstjórn sinni, hafa menn verið að reyna. Það er að segja að reyna að fá herinn til að vera hér þó hann vilji ekki vera hér. Annars hefði maðurinn ekki þurft að taka þetta fram. Liggur það ekki í augum uppi? Og hið síðara bendir auðvitað til mikillar gremju, ef ekki uppgjafar, af hálfu ríkisstjórnarinnar og það er athyglisvert ef svo er komið að hæstvirtur forsætisráðherra metur stöðuna meira og minna tapaða. Það er forneskja. Það er úrelt og það er fáránlegt að reyna að ríghalda hér í fullkomlega óþörf og ástæðulaus hernaðarumsvif upp á Íslandi sagði Steingrímur. Talsmenn bandarískra stjórnvalda höfðu ekkert um orð forsætisráðherra að segja í dag en ítrekuðu einfaldlega það sem þeir hafa ávallt sagt: Bandaríkjastjórn ætlast til þess að Íslendingar greiði eitthvað fyrir varnir landsins rétt eins og aðrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs til að ræða varnarmálin á Alþingi í dag og voru það orð forsætisráðherra á fundi Framsóknarflokksins fyrir helgi sem voru henni hugleikin. Ingibjörg vitnaði í orð forsætisráðherra um að Bandaríkjaher mætti fara ef hann vildi. Ingibjörg sagði málið snúast um það hvort að Íslendingar teldu þörf fyrir að herinn væri hér á landi en ekki um það hvort Bandaríkjamenn vildu vera hér á landi. Hún spurði hvort að með þessu væri verið að búa þjóðina undir að samningar vegna veru varnarliðsins myndu ekki ganga upp eða voru skilaboðin þau að niðurstaða þessara samninga muni verða á skjön við samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar vegna þess að samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar var að hér ættu að vera fjórar orrustuþotur á landinu, það væri lágmarks viðbúnaðurinn. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði að það væri skoðun ríkisstjórnarinnar að hér þurfi að vera sýnilegar varnir og það hefði hann ítreka á umræddum fundi. Hann sagði að hann hefði jafnframt verið að lýsa yfir óánægju með það hversu hægt þetta gengi og hann teldi að þeir aðilar í Bandaríkjunum sem að telja ekki nauðsynlegt að hafa þær varnir sem hér eru núna, hafi verið all áhrifamiklir í þessu máli. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, sagði að menn gerðu sér áfram vonir um það að það verði hægt að koma þessum málum í farveg sem er viðunandi fyrir báða aðila. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði að í fyrsta lagi hefði nú hæstvirtur ráðherra væntanlega ekki þurft að taka þetta fram nema vegna þess að einmitt þetta sem að hann er að reyna að þvo af sér og ríkisstjórn sinni, hafa menn verið að reyna. Það er að segja að reyna að fá herinn til að vera hér þó hann vilji ekki vera hér. Annars hefði maðurinn ekki þurft að taka þetta fram. Liggur það ekki í augum uppi? Og hið síðara bendir auðvitað til mikillar gremju, ef ekki uppgjafar, af hálfu ríkisstjórnarinnar og það er athyglisvert ef svo er komið að hæstvirtur forsætisráðherra metur stöðuna meira og minna tapaða. Það er forneskja. Það er úrelt og það er fáránlegt að reyna að ríghalda hér í fullkomlega óþörf og ástæðulaus hernaðarumsvif upp á Íslandi sagði Steingrímur. Talsmenn bandarískra stjórnvalda höfðu ekkert um orð forsætisráðherra að segja í dag en ítrekuðu einfaldlega það sem þeir hafa ávallt sagt: Bandaríkjastjórn ætlast til þess að Íslendingar greiði eitthvað fyrir varnir landsins rétt eins og aðrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira