Innlent

Hlakkar meira til kosninga en jóla

Ómar Stefánsson og Arnheiður Skæringsdóttir eiginkona hans.
Ómari er hér fagnað með eiginkonu kossi eftir að ljóst var að hann hafi hlotið efsta sætið.
Ómar Stefánsson og Arnheiður Skæringsdóttir eiginkona hans. Ómari er hér fagnað með eiginkonu kossi eftir að ljóst var að hann hafi hlotið efsta sætið.

"Þetta var alveg ævintýralega mikil þátttaka og með þennan lista ættu Framsóknarmenn að hlakka meira til kosninga en jólanna," segir Ómar Stefánsson sem var efstur í prófkjöri Framsóknarmanna í Kópavogi.

"Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart þar sem ég hef stefnt að þessu markmiði í mörg ár en mér kom nokkuð á óvart glæsilegt gengi Samúels Arnar og það má ljóst vera að þarna er kominn öflugur félagsmaður," segir Ómar.

Fimm frambjóðendur buðu sig fram í fyrsta sæti en það voru auk Ómars þau Samúel Örn Erlingsson, Una María Óskarsdóttir, Linda Bentsdóttir og Jóhannes Valdemarsson en hann hafnaði í tíunda sæti.

"Nú setjum við bara markið á að ná fjórum fulltrúum inn," segir Una María Óskarsdóttir þegar hún var spurð hvort ekki væri svekkjandi að konurnar tvær sem stefndu á fyrsta sætið skyldu ekki ná í annað af efstu sætunum þrátt fyrir mjög góða kosningu.

Una María var átta atkvæðum frá Samúeli Erni í öðru sæti listans og Linda fékk flest atkvæði í fjögur efstu sætin eða 1413. Alls greiddu 2.556 manns atkvæði sitt.

"Það liggur fyrir að ég ætlaði að ná fyrsta sæti og það voru vissulega vonbrigði á ná því ekki sérstaklega þegar svona mjótt er á mun en þegar upp er staðið get ég verið afar sáttur," segir Samúel Örn Erlingsson. "Þetta er lang fjölmennasta prófkjör sem farið hefur fram í Kópavogi og við í fjórum efstu sætinum náum glæsilegri kosningu og ég tel að rökrétt framhald af þessu sé að setja markið á það að ná inn fjórum mönnum í vor," segir hann.

Úrslit í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi

1Ómar Stefánsson
2Samúel Örn Erlingsson
3Una María Óskarsdóttir
4Linda Bentsdóttir
5Andrés Pétursson
6Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
7Guðmundur Freyr Sveinsson
8Hjalti Björnsson
9Friðrik Gunnar Gunnarsson
10Jóhannes Valdemarsson
11Gestur Valgarðsson
12Dollý Nielsen
13Hjörtur Sveinsson
14Þorgeir Þorsteinsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×