Refaferðir á Vestfjörðum eftir ár 24. júní 2005 00:01 Skipulagðar refaferðir verða boðnar í fyrsta skipti á Íslandi næsta sumar. Áfangastaðurinn er Vestfirðir, þar sem þá flesta er að finna, um eitt hundrað talsins. Þessi spöku dýr sem kunna vel að meta þegar að þeim er réttur harðfiskur eða pylsur. Frá Ísafirði munu Vesturferðir bjóða upp á tveggja tíma ferðir að Hlöðuvík þar sem refina er að finna. Farið er um Skutulsfjörð, fyrir Rit, fram hjá Aðalvík og þaðan á áfangastað. Frumraunin í gær gekk fremur brösulega þar sem báturinn Sæbjörg bilaði þegar leiðin var hálfnuð. Ekki kom það þó að sök því gítarinn var gripinn og nokkur vel valin lög tekin á meðan reynt var að laga bátinn. Allt kom þó fyrir ekki og var því farið úr í Aðalvík þar sem myndin Börn náttúrunnar var að hluta til tekin. Stoppið kom síður en svo að sök þar sem um miklar náttúruperlu er að ræða eins og Vestfirðirnir allir eru. Þegar nýr bátur kom síðan að var förinni í Hlöðuvík haldið áfram og varð það sem átti að vera tveggja tíma ferðalag að sex tíma ferð. Tíminn flaug þó áfram og litu allir um borð á Aðalvíkina sem bónus frekar en töf. Bátsferðin var þó erfið enda öldugangur oft á tíðum mikill og ekki laust við að sumum hafi verið dálítið óglatt. Eftir að komið var í Hlöðuvík var fjótlega byrjað að leita að refum enda allir orðnir spenntir. Menn komust þó ekki áreynslulaust að staðnum og var hressandi að blotna aðeins í leiðinni í ískaldri á. Undanfarin fimm ár hafa rannsóknir á refum á Vestfjörðum staðið yfir en öll greni á svæðinu voru GPS-staðsett árið 1999 og yrðlingar eyrnamerktir. Ester Rut Unnsteinsdóttir refaáhugakona segir að með því sé verið að kanna hversu mörg tófupör geti búið á svæðinu hversu stór stofninn sé. Síðan sé mikill áhugi á því að kanna hvort dýrin fari út fyrir friðlandið eða haldi sig innan þess. Esther segir engar niðurstöður liggja fyrir en mikilvægt sé að vakta svæðið áfram og eflaust verði hægt að nota þær niðurstöður, hverjar sem þær verða, síðar þótt ekki sé í dag nákvæmlega vitað hvernig það verði gert. Esther segir refina á svæðinu vera um eitt hundrað talsins. Eftir að þeir hafi fundið sér maka endist hjónaband þeirra að eilífu. Ef hins vegar annar þeirra deyr finnur sá eftirlifandi sér fljótt aftur maka því annars getur hann átt það á hættu að vera bolað út úr holu sinni og njóta einstæðir refir lítillar virðingar meðal annarra refa. Esther segir lifnaðarhætti refa áhugaverða, vilji til að fjármagna rannsóknir í þeirra þágu sé þó takmarkaður og vissulega hafi það áhrif á þekkingu okkar á þessum dýrum. Refir eru fjölmennastir á Vesfjörðum. Þeir hafa verið friðaðir frá árinu 1994 enda afar gæfir og ekki óvanir að fá að borða hjá mannfólkinu. Refirnir eru ótrúlega gæfir og segir Gylfi Ólafsson hjá Vesturferðum ferðamenn hafa komist að því á undanförum árum í gönguferðum sínum um Hornstrandir. Enginn ætti að verða svikinn af stemningunni eða landslaginu um Vestfirði enda einstakt svo ekki sé meira sagt. Áætlað er að refaskoðunarferðir hefjist í byrjun næsta sumars en ekki hefur verið ákveðið hvort um sérsniðar hópaferðir verður að ræða. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Skipulagðar refaferðir verða boðnar í fyrsta skipti á Íslandi næsta sumar. Áfangastaðurinn er Vestfirðir, þar sem þá flesta er að finna, um eitt hundrað talsins. Þessi spöku dýr sem kunna vel að meta þegar að þeim er réttur harðfiskur eða pylsur. Frá Ísafirði munu Vesturferðir bjóða upp á tveggja tíma ferðir að Hlöðuvík þar sem refina er að finna. Farið er um Skutulsfjörð, fyrir Rit, fram hjá Aðalvík og þaðan á áfangastað. Frumraunin í gær gekk fremur brösulega þar sem báturinn Sæbjörg bilaði þegar leiðin var hálfnuð. Ekki kom það þó að sök því gítarinn var gripinn og nokkur vel valin lög tekin á meðan reynt var að laga bátinn. Allt kom þó fyrir ekki og var því farið úr í Aðalvík þar sem myndin Börn náttúrunnar var að hluta til tekin. Stoppið kom síður en svo að sök þar sem um miklar náttúruperlu er að ræða eins og Vestfirðirnir allir eru. Þegar nýr bátur kom síðan að var förinni í Hlöðuvík haldið áfram og varð það sem átti að vera tveggja tíma ferðalag að sex tíma ferð. Tíminn flaug þó áfram og litu allir um borð á Aðalvíkina sem bónus frekar en töf. Bátsferðin var þó erfið enda öldugangur oft á tíðum mikill og ekki laust við að sumum hafi verið dálítið óglatt. Eftir að komið var í Hlöðuvík var fjótlega byrjað að leita að refum enda allir orðnir spenntir. Menn komust þó ekki áreynslulaust að staðnum og var hressandi að blotna aðeins í leiðinni í ískaldri á. Undanfarin fimm ár hafa rannsóknir á refum á Vestfjörðum staðið yfir en öll greni á svæðinu voru GPS-staðsett árið 1999 og yrðlingar eyrnamerktir. Ester Rut Unnsteinsdóttir refaáhugakona segir að með því sé verið að kanna hversu mörg tófupör geti búið á svæðinu hversu stór stofninn sé. Síðan sé mikill áhugi á því að kanna hvort dýrin fari út fyrir friðlandið eða haldi sig innan þess. Esther segir engar niðurstöður liggja fyrir en mikilvægt sé að vakta svæðið áfram og eflaust verði hægt að nota þær niðurstöður, hverjar sem þær verða, síðar þótt ekki sé í dag nákvæmlega vitað hvernig það verði gert. Esther segir refina á svæðinu vera um eitt hundrað talsins. Eftir að þeir hafi fundið sér maka endist hjónaband þeirra að eilífu. Ef hins vegar annar þeirra deyr finnur sá eftirlifandi sér fljótt aftur maka því annars getur hann átt það á hættu að vera bolað út úr holu sinni og njóta einstæðir refir lítillar virðingar meðal annarra refa. Esther segir lifnaðarhætti refa áhugaverða, vilji til að fjármagna rannsóknir í þeirra þágu sé þó takmarkaður og vissulega hafi það áhrif á þekkingu okkar á þessum dýrum. Refir eru fjölmennastir á Vesfjörðum. Þeir hafa verið friðaðir frá árinu 1994 enda afar gæfir og ekki óvanir að fá að borða hjá mannfólkinu. Refirnir eru ótrúlega gæfir og segir Gylfi Ólafsson hjá Vesturferðum ferðamenn hafa komist að því á undanförum árum í gönguferðum sínum um Hornstrandir. Enginn ætti að verða svikinn af stemningunni eða landslaginu um Vestfirði enda einstakt svo ekki sé meira sagt. Áætlað er að refaskoðunarferðir hefjist í byrjun næsta sumars en ekki hefur verið ákveðið hvort um sérsniðar hópaferðir verður að ræða.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira