Innlent

Söngur dans og leikur

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar hófust í gær á Skólavörðuholti í Reykjavík og standa áfram með fjölbreyttri dagskrá í dag, frá hádegi fram til klukkan sex. Í boði er margvísleg skemmtan fyrir börn og unglinga, auk þess sem fjöldi hópa kynnir kirkjustarf sitt. Kirkjudagar eru haldnir fjórða hvert ár, að því er fram kemur á vef kirkjunnar, en þeir eru sagðir "uppskeruhátíð kirkjustarfsins" um leið og horft er fram á veginn. Með hátíðarhöldunum vill kirkjan hvetja til umræðu um kristna trú og starf kirkjunnar. Við opnunarhátíðina í gær setti Karl Sigurbjörnsson biskup kirkjudaga og Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra flutti ávarp. Adrenalín-hópurinn, ungt fólk gegn rasisma, sýndi dans og ungt fólk flutti eigin trúarjátningar. Trúðarnir Barbara og Úlfar fjölluðu um frelsarann og leikhópurinn Perlann flutti leikrit um kærleikann, auk annarra erinda sem flutt voru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×