Fylgi Framsóknar fimm prósent 24. júní 2005 00:01 Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er minna en fimm prósent samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Í könnuninni mældist fylgi flokksins í sögulegu lágmarki eða átta og hálfu prósenti á landsvísu sem er minna en helmingur af kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum. Fylgi flokksins í Reykjavík í sömu könnun mælist 4,6 prósent samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur fengið og unnin hafa verið úr könnuninni. Þetta er 6,9 prósenta minna fylgi en flokkurinn hafði í síðustu alþingiskosningum. Þá fékk flokkurinn um 11,5 prósent að meðaltali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þau 4,6 prósent sem flokkurinn fengi nú dygðu ekki til þess að flokkurinn fengi þingmann kjörinn en hefur nú þrjá þingmenn. Gallup mældi fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu og var svarhlutfall um 61 prósent. Þeir sem tóku afstöðu í Reykjavík voru 423 kjósendur. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 38,5 prósent, Samfylkingin 36,9 prósent, Vinstri-grænir 17,1 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 2,7 prósent. Samfylking, Vinstri-grænir og Framsókn hafa boðið fram sameiginlega í Reykjavík og mælir könnunin ekki afstöðu kjósenda til þess samstarfs. Samningaviðræður R-listaflokkanna standa nú yfir og hafa framsóknarmenn lýst því yfir að þeir geri tilkall til tveggja fulltrúa á listann. Næsti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna er á mánudag. "Ég fer ekkert úr jafnvægi við þetta því ég hef oft séð það svartara. Reynslan sýnir okkur að við spjörum okkur í kosningum," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti flokksins í borgarstjórn. Gallup óskaði eftir því að tekið væri fram að gögnin, sem Fréttablaðið hefur, hefðu ekki verið afhent af fyrirtækinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík er minna en fimm prósent samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Í könnuninni mældist fylgi flokksins í sögulegu lágmarki eða átta og hálfu prósenti á landsvísu sem er minna en helmingur af kjörfylgi flokksins í síðustu alþingiskosningum. Fylgi flokksins í Reykjavík í sömu könnun mælist 4,6 prósent samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið hefur fengið og unnin hafa verið úr könnuninni. Þetta er 6,9 prósenta minna fylgi en flokkurinn hafði í síðustu alþingiskosningum. Þá fékk flokkurinn um 11,5 prósent að meðaltali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Þau 4,6 prósent sem flokkurinn fengi nú dygðu ekki til þess að flokkurinn fengi þingmann kjörinn en hefur nú þrjá þingmenn. Gallup mældi fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu og var svarhlutfall um 61 prósent. Þeir sem tóku afstöðu í Reykjavík voru 423 kjósendur. Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 38,5 prósent, Samfylkingin 36,9 prósent, Vinstri-grænir 17,1 prósent og Frjálslyndi flokkurinn 2,7 prósent. Samfylking, Vinstri-grænir og Framsókn hafa boðið fram sameiginlega í Reykjavík og mælir könnunin ekki afstöðu kjósenda til þess samstarfs. Samningaviðræður R-listaflokkanna standa nú yfir og hafa framsóknarmenn lýst því yfir að þeir geri tilkall til tveggja fulltrúa á listann. Næsti fundur viðræðunefndar R-listaflokkanna er á mánudag. "Ég fer ekkert úr jafnvægi við þetta því ég hef oft séð það svartara. Reynslan sýnir okkur að við spjörum okkur í kosningum," segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti flokksins í borgarstjórn. Gallup óskaði eftir því að tekið væri fram að gögnin, sem Fréttablaðið hefur, hefðu ekki verið afhent af fyrirtækinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira