Innlent

Grænar baunir og torfæra

Um þessar mundir standa nokkur bæjar- og sveitarfélög fyrir uppákomum um helgina sem laðað geta að ferðamenn. Á fimmtudag hófst til að mynda hátíð á Bíldudal undir yfirskriftinni "Bíldudals grænar baunir" sem stendur um helgina. Að sögn lögreglu á Bíldudal er töluvert um gesti vegna hátíðarinnar og nokkur umferð. Þá eru á Flúðum "Iðandi dagar" en í dag verður þar meðal annars keppt í traktorstorfæru klukkan hálf tvö við Litlu-Laxá. Um næstu helgi verða svo bæjarhátíðir víðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×