Framtíðin ekki endilega á Hlemmi 24. júní 2005 00:01 Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstar- og þjónustusviðs lögreglunnar í Reykjavík, varpaði fram þeirri hugmynd á fundi um skipulagsmál við Hlemm í vikunni að lögreglustöðin gæti vel flutt sig um set ef þurfa þætti. "Ég sló þessu fram á fundinum Hlemmur plús fyrir skemmstu. Enda getum við verið hvar sem er, til dæmis í nýrri stórbyggingu sem reisa á við Borgartún." Lögreglustöðin við Hlemm er áberandi bygging. Hærri hluti hennar er fimm hæðir og samanlagt er starfsemi lögreglunnar á sjö þúsund fermetrum. Starfsmenn í byggingunni eru um þrjú hundruð þegar mest lætur en að jafnaði eru þar að störfum á þriðja hundrað manns dag hvern. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að á reit lögreglustöðvarinnar megi hæglega koma fyrir 20 þúsund fermetra húsnæði ásamt bílastæðum. "Þetta er athyglisverð hugmynd hjá Sólmundi. Við teljum heppilegt að lögreglan sé miðsvæðis í borginni og viljum vinna með henni að góðum hugmyndum. Vel má vera að önnur staðsetning henti starfsemi hennar betur. Við erum opin fyrir öllu," segir Dagur. Á áðurgreindum fundi nefndi Sólmundur hugmyndir um að rífa lögreglustöðina og byggja til dæmis verslunarhúsnæði eða fjölbýlishús á lóðinni. "Húsnæði lögreglunnar er það stórt og lóðin einnig að vandræðalítið ætti að vera að byggja þar eitt eða fleiri hús sem samanlagt yrðu mun stærri í fermetrum talið en lögreglustöðin. Á bílastæðum embættisins, sem snúa að Skúlagötu og Rauðarárstíg, væri hæglega hægt að byggja nokkur þúsund fermetra hús án þess að hrófla við núverandi byggingum," sagði Sólmundur. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sólmundur Már Jónsson, framkvæmdastjóri rekstar- og þjónustusviðs lögreglunnar í Reykjavík, varpaði fram þeirri hugmynd á fundi um skipulagsmál við Hlemm í vikunni að lögreglustöðin gæti vel flutt sig um set ef þurfa þætti. "Ég sló þessu fram á fundinum Hlemmur plús fyrir skemmstu. Enda getum við verið hvar sem er, til dæmis í nýrri stórbyggingu sem reisa á við Borgartún." Lögreglustöðin við Hlemm er áberandi bygging. Hærri hluti hennar er fimm hæðir og samanlagt er starfsemi lögreglunnar á sjö þúsund fermetrum. Starfsmenn í byggingunni eru um þrjú hundruð þegar mest lætur en að jafnaði eru þar að störfum á þriðja hundrað manns dag hvern. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að á reit lögreglustöðvarinnar megi hæglega koma fyrir 20 þúsund fermetra húsnæði ásamt bílastæðum. "Þetta er athyglisverð hugmynd hjá Sólmundi. Við teljum heppilegt að lögreglan sé miðsvæðis í borginni og viljum vinna með henni að góðum hugmyndum. Vel má vera að önnur staðsetning henti starfsemi hennar betur. Við erum opin fyrir öllu," segir Dagur. Á áðurgreindum fundi nefndi Sólmundur hugmyndir um að rífa lögreglustöðina og byggja til dæmis verslunarhúsnæði eða fjölbýlishús á lóðinni. "Húsnæði lögreglunnar er það stórt og lóðin einnig að vandræðalítið ætti að vera að byggja þar eitt eða fleiri hús sem samanlagt yrðu mun stærri í fermetrum talið en lögreglustöðin. Á bílastæðum embættisins, sem snúa að Skúlagötu og Rauðarárstíg, væri hæglega hægt að byggja nokkur þúsund fermetra hús án þess að hrófla við núverandi byggingum," sagði Sólmundur.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira