Innlent

Aukin verðmæti sjávaraflans

Aflaverðmæti íslenskra skipa fyrstu þrjá mánuði ársins er rúmum 500 milljónum króna meiri en á sama tíma í fyrra eða um 20,2 milljarðar króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Er það verðmætaaukning um þrjú prósent og munar þar mest um loðnuaflann en verðmæti hans jókst um 1,1 milljarð. Verðmæti ýsu og karfa jukust einnig umtalsvert en aflaverðmæti þorsks drógust saman um tæpan milljarð. Mestur samdráttur á aflaverðmæti var á Vesturlandi þar sem það dróst saman um heil 37 prósent frá fyrra ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×