Varnarviðræður innan nokkurra daga 24. júní 2005 00:01 Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. Það eru liðin rúm tvö ár frá því að bandaríski sendiherrann hér á landi tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að til stæði að kalla herþoturnar á Keflavíkurstöðinni heim fyrir fullt og allt. Tíðindin komu flatt upp á íslenska ráðamenn sem töldu vænlegast að þegja yfir öllu heila fram yfir þingkosningar. Ríkisstjórnin brást illa við og fékk - með látum - brotthvarfinu frestað og áður en yfir lauk tók Hvíta húsið við málinu, en varnarmálaráðuneytið hafði séð um það fram að því. Síðan hefur ekkert gerst. Þar til nú. 6. og 7. júlí ræða íslenskir embættismenn í Washington við bandaríska kollega sína. Innan íslenska stjórnkerfisins er því tekið fagnandi að loksins skuli vera komin hreyfing á málið en óvissan hefur farið illa í starfsmenn Varnarliðsins jafnt sem ráðamenn. Það er hins vegar nær öruggt að fundirnir í Washington muni litlu sem engu skila enda aðeins byrjunarviðræður. Í Hvíta húsinu hefur ekki ennþá verið tekin um það ákvörðun hver stefna Bandaríkjanna í málinu á að vera. Afstaða varnarmálaráðuneytisins er óbreytt en í utanríkisráðuneytinu hefur andstaðan við þær hugmyndir síst minnkað síðan að Condoleezza Rice tók við. Hún er talin sjá diplómatískan hag í því að halda Íslendingum góðum svo lengi sem það kostar ekki of mikið. Bush forseti og menn hans eru enn að melta hvoru ráðuneytinu sé best að fylgja. Og þá er loksins komið að þeim skilaboðum sem Bandaríkjamenn munu að öllum líkindum færa íslenskum embættismönnum í júlí: Íslendingar verða að borga meira. Það eru út af fyrir sig ekki ný skilaboð og hætt er við að embættismennirnir bandarísku geti lítið sagt um nákvæmlega hvernig þeir vilja að kostnaði sé skipt, fyrir utan að rekstur flugbrauta og tilheyrandi starfsemi verði framvegis á reikning Íslendinga. Þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn náð samkomulagi á milli ólíkra ráðuneyta og um leið ólíkra hagsmuna um hvert framhaldið á að verða á Miðnesheiðinni geta þeir eðli máls samkvæmt ekki samið um neitt við Íslendinga. Heimildarmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar segja hins vegar að þrátt fyrir seinaganginn í Hvíta húsinu snúist hjólin áfram og að í haust megi vænta þess að flugherinn taki við einhverjum hluta starfsemi Varnarliðsins og telja það fyrsta skrefið í átt að því að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar með öllu innan nokkurra ára - verði ekki tekin ákvörðun í Washington um að leggja stöðina niður með öllu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. Það eru liðin rúm tvö ár frá því að bandaríski sendiherrann hér á landi tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að til stæði að kalla herþoturnar á Keflavíkurstöðinni heim fyrir fullt og allt. Tíðindin komu flatt upp á íslenska ráðamenn sem töldu vænlegast að þegja yfir öllu heila fram yfir þingkosningar. Ríkisstjórnin brást illa við og fékk - með látum - brotthvarfinu frestað og áður en yfir lauk tók Hvíta húsið við málinu, en varnarmálaráðuneytið hafði séð um það fram að því. Síðan hefur ekkert gerst. Þar til nú. 6. og 7. júlí ræða íslenskir embættismenn í Washington við bandaríska kollega sína. Innan íslenska stjórnkerfisins er því tekið fagnandi að loksins skuli vera komin hreyfing á málið en óvissan hefur farið illa í starfsmenn Varnarliðsins jafnt sem ráðamenn. Það er hins vegar nær öruggt að fundirnir í Washington muni litlu sem engu skila enda aðeins byrjunarviðræður. Í Hvíta húsinu hefur ekki ennþá verið tekin um það ákvörðun hver stefna Bandaríkjanna í málinu á að vera. Afstaða varnarmálaráðuneytisins er óbreytt en í utanríkisráðuneytinu hefur andstaðan við þær hugmyndir síst minnkað síðan að Condoleezza Rice tók við. Hún er talin sjá diplómatískan hag í því að halda Íslendingum góðum svo lengi sem það kostar ekki of mikið. Bush forseti og menn hans eru enn að melta hvoru ráðuneytinu sé best að fylgja. Og þá er loksins komið að þeim skilaboðum sem Bandaríkjamenn munu að öllum líkindum færa íslenskum embættismönnum í júlí: Íslendingar verða að borga meira. Það eru út af fyrir sig ekki ný skilaboð og hætt er við að embættismennirnir bandarísku geti lítið sagt um nákvæmlega hvernig þeir vilja að kostnaði sé skipt, fyrir utan að rekstur flugbrauta og tilheyrandi starfsemi verði framvegis á reikning Íslendinga. Þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn náð samkomulagi á milli ólíkra ráðuneyta og um leið ólíkra hagsmuna um hvert framhaldið á að verða á Miðnesheiðinni geta þeir eðli máls samkvæmt ekki samið um neitt við Íslendinga. Heimildarmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar segja hins vegar að þrátt fyrir seinaganginn í Hvíta húsinu snúist hjólin áfram og að í haust megi vænta þess að flugherinn taki við einhverjum hluta starfsemi Varnarliðsins og telja það fyrsta skrefið í átt að því að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar með öllu innan nokkurra ára - verði ekki tekin ákvörðun í Washington um að leggja stöðina niður með öllu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira