Lífið

Hlýða fornri tilskipun um drykkju

Svíar munu í dag hlýða meira en þúsund ára gamalli tilskipun Ólafs konungs Tryggvasonar og drekka bjór eins og þeir geta í sig látið. Svíar fagna í dag sólstöðum að sumri. Það gerist með síld og nýjum, soðnum kartöflum, jarðarberjum og miklum bjór. Bjórinn er skylduneysla og má rekja það til ársins 990. Ólafur Tryggvason var þá sá víkingahöfðingi sem menn óttuðust mest. Hann hafði mörg ár herjað á strendur Eystrasaltsríkjanna og Englands, allt þar til Aðalráður Englandkonungur fékk hann til að taka kristni og ganga á guðs vegum árið 994. Ólafur sneri þá aftur til Noregs og steypti þá Hákoni jarli af stóli og lýsti sjálfan sig konung. Hann hófst svo handa við að kristna Norðmenn af einstökum dugnaði. Sagan segir að honum hafi orðið vel ágengt enda týndu menn engu fyrr en lífinu ef þeir gengu ekki á hönd hinum milda Kristi. Ofan á alla aðra kosti þótti Ólafi sopinn góður, svo góður að hann gaf út um það konunglega tilskipun að öl væri skyldudrykkur þegar sumarsólstöðum væri fagnað á Jónsmessu. Enn þann dag í dag er þessi tilskipun tekin bókstaflega í Svíþjóð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.