Lífið

Brasilísk opnunarmynd

Kvikmyndin Motorcycle Diaries eftir brasilíska leikstjórann Walter Salles verður opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar á Íslandi sem hefst þann sjöunda apríl. Myndin hlaut nýverið tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir besta handrit og besta lagið. Hún hefur að auki hlotið 37 tilnefningar til virtra alþjóðlegra verðlauna undanfarið og sigrað í fjórum tilfellum. Myndin er byggð á dagbókum Ernesto Guevara og fjallar um yngri ár þessa merkilega manns, áður en hann varð byltingarleiðtoginn "Che". Walter Salles verður viðstaddur frumsýningu myndarinnar og mun setja hátíðina á formlegan hátt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.