Lífið

Skarsgård og Harris í Pirates 2

Svíinn Stellan Skarsgård og Naome Harris hafa samþykkt að leika í framhaldi kvikmyndarinnar Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl, sem naut gíðarlegra vinsælda fyrir tveimur árum. Skarsgård er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Dogville, King Arthur og Good Will Hunting en Harris er einna þekktust fyrir myndina 28 Days Later. Flestir þeirra sem fóru með hlutverk í fyrri myndinni verða í framhaldinu, þar á meðal Johnny Depp sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína sem sjóræninginn Jack Sparrow. Einnig munu hjartaknúsarinn Orlando Bloom og Kera Knighley endurtaka hlutverk sín sem Will Turner og Elizabeth Swann. Í framhaldsmyndinni, sem nefnist einfaldlega Pirates of the Caribbean 2, fer Skarsgård með hlutverk föður Bloom sem hann hefur ekki séð í langan tíma. Harris mun aftur á móti leika sígaunakonu. Leikstjóri myndarinnar verður sem fyrr Gore Verbinski.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.