Lífið

Frábært tónlistarár í vændum

Dave Grohl, forsprakki rokksveitarinnar Foo Fighters, telur að árið 2005 muni endurvekja trú fólks á góðri tónlist. Grohl hefur haft í nógu að snúast undanfarið því hann kemur við sögu á þremur nýjum plötum. Nýjasta plata Foo Fighters er væntanleg og verður hún tvöföld, annars vegar með hörkurokki og hins vegar með órafmögnuðum lögum. Einnig spilar Grohl á trommur í laginu Bad Boyfriend á nýjustu plötu Garbage auk þess sem hann trommar á fyrstu plötu Nine Inch Nails í langan tíma. "Þetta verður frábært tónlistarár. Ég held að fólk eigi eftir að fá meiri trú á tónlist. Öll sú tónlist sem ég hef heyrt sem verður gefin út á næstunni er ótrúlega góð," sagði Grohl. Plata Garbage, Bleed Like Me, kemur út 11. apríl og plata Nine Inch Nails, With Teeth, kemur einnig út í vor. Plata Foo Fighters kemur aftur á móti ekki út fyrr en í haust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.