Breakbeat-strákarnir og Klute 21. janúar 2005 00:01 Fókus fylgdi DV í gær eins og vanalega. Blaðið er að venju pakkað af skemmtilegu efni. Djammkortið er á sínum stað, menntaskólarnir eru grandskoðaðir og Addi Exos talar um ástríðu sína, teknó. Einnig er viðtal við aðstandendur breakbeat.is sem eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir að hafa misst þáttinn sinn þegar X-ið fór undir í síðustu viku. "Það er reglan frekar en undantekningin að þessi stóru kvöld eru vel heppnuð. Við búumst við fjögur til fimm hundruð manns. Klute er líka Íslandsvinur sem fólkið þekkir," segir Kalli, einn af umsjónarmönnum breakbeat.is, sem stendur fyrir megatjútti, árslistakvöldi, á Þjóðleikhúskjallaranum á morgun. Kvöldið mun síðan ná hámarki þegar breski tónlistarmaðurinn Klute stillir sér upp. Kalli hitar upp fyrir hann með árslistanum ásamt bræðrum sínum í Breakbeat.is-genginu, Lella og Gunna Ewok. Klute hefur þrisvar sinnum spilað hérlendis áður og Kalli segir hann hörkufæran. "Bæði sem plötusnúður og tónlistarmaður. Breiðskífan sem hann gaf út í fyrra er einmitt í toppbaráttunni á árslistanum okkar. Hún heitir No One´s Listening Anymore en fólk er pottþétt að hlusta. Þetta er skyldueign," segir Kalli og vill ekkert frekar gefa upp um árslistann. Hann verður kynntur á laugadaginn, hvort sem það verður í útvarpi, netvarpi eða læf á staðnum. "Fótunum var kippt undan okkur í þessum útvarpsbreytingum og við erum að reyna að finna okkur samastað. Þetta kom auðvitað eins og þruma úr heiðskíru lofti en allt er hverfult. Við endum á öldum ljósvakans einhvern tímann á næstunni," segir Kalli en þeir félagar voru með vikulegan þátt á X-inu, þar til stöðinni var lokað í síðustu viku. Breakbeat-menningin ein af sterkari underground-tónlistarstefnum Íslands. Með furðu stóran og góðan kjarna, sem fylgist með útvarpsþættinum, vefsíðunni og fyllir skemmtistaði þegar haldin eru þar mánaðarleg Breakbeat.is-kvöld. Að sögn Kalla eru þau langlífustu djammkvöld Reykjavíkurborgar. "Föstu kvöldin eiga einmitt fimm ára afmæli um þessar mundir. Við ætlum að halda upp á það í mars eða apríl," segir Kalli en föstu kvöldin eru jafnan haldin fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Frá og með þriðja febrúar verða þau haldin á Pravda. Þangað til getur fólk haldið sér í takti með því að fara á heimasíðuna breakbeat.is, þar sem finna má allt sem viðkemur tónlistarstefnunni. Jah, eða mæta og hlýða á Klute og árslistann á Þjóðleikhúskjallaranum á morgun. Húsið opnar klukkan 23 og inn kostar þúsund kall. Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Fókus fylgdi DV í gær eins og vanalega. Blaðið er að venju pakkað af skemmtilegu efni. Djammkortið er á sínum stað, menntaskólarnir eru grandskoðaðir og Addi Exos talar um ástríðu sína, teknó. Einnig er viðtal við aðstandendur breakbeat.is sem eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir að hafa misst þáttinn sinn þegar X-ið fór undir í síðustu viku. "Það er reglan frekar en undantekningin að þessi stóru kvöld eru vel heppnuð. Við búumst við fjögur til fimm hundruð manns. Klute er líka Íslandsvinur sem fólkið þekkir," segir Kalli, einn af umsjónarmönnum breakbeat.is, sem stendur fyrir megatjútti, árslistakvöldi, á Þjóðleikhúskjallaranum á morgun. Kvöldið mun síðan ná hámarki þegar breski tónlistarmaðurinn Klute stillir sér upp. Kalli hitar upp fyrir hann með árslistanum ásamt bræðrum sínum í Breakbeat.is-genginu, Lella og Gunna Ewok. Klute hefur þrisvar sinnum spilað hérlendis áður og Kalli segir hann hörkufæran. "Bæði sem plötusnúður og tónlistarmaður. Breiðskífan sem hann gaf út í fyrra er einmitt í toppbaráttunni á árslistanum okkar. Hún heitir No One´s Listening Anymore en fólk er pottþétt að hlusta. Þetta er skyldueign," segir Kalli og vill ekkert frekar gefa upp um árslistann. Hann verður kynntur á laugadaginn, hvort sem það verður í útvarpi, netvarpi eða læf á staðnum. "Fótunum var kippt undan okkur í þessum útvarpsbreytingum og við erum að reyna að finna okkur samastað. Þetta kom auðvitað eins og þruma úr heiðskíru lofti en allt er hverfult. Við endum á öldum ljósvakans einhvern tímann á næstunni," segir Kalli en þeir félagar voru með vikulegan þátt á X-inu, þar til stöðinni var lokað í síðustu viku. Breakbeat-menningin ein af sterkari underground-tónlistarstefnum Íslands. Með furðu stóran og góðan kjarna, sem fylgist með útvarpsþættinum, vefsíðunni og fyllir skemmtistaði þegar haldin eru þar mánaðarleg Breakbeat.is-kvöld. Að sögn Kalla eru þau langlífustu djammkvöld Reykjavíkurborgar. "Föstu kvöldin eiga einmitt fimm ára afmæli um þessar mundir. Við ætlum að halda upp á það í mars eða apríl," segir Kalli en föstu kvöldin eru jafnan haldin fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Frá og með þriðja febrúar verða þau haldin á Pravda. Þangað til getur fólk haldið sér í takti með því að fara á heimasíðuna breakbeat.is, þar sem finna má allt sem viðkemur tónlistarstefnunni. Jah, eða mæta og hlýða á Klute og árslistann á Þjóðleikhúskjallaranum á morgun. Húsið opnar klukkan 23 og inn kostar þúsund kall.
Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira