Lífið

Tölvuleikjametall og tryllingur

Fókus fylgir DV í dag. Þar er allt að finna um skemmtanalífið: djammkortið er á sínum stað, sem og ítarleg umfjöllun um bíó, tónlist, myndlist og leikhús. Í blaðinu er m.a. viðtal við teknóplötusnúðinn Adda Exos og fjallað um leikritið Ég er ekki hommi. Svo talaði Fókus við Retron sem spilar á Ellefunni í kvöld ásamt Skátum og Dáðadrengjum. Í kvöld verða áhugaverðir tónleikar á Ellefunni. Þar munu koma fram hljómsveitirnar Retron, Skátar og Dáðadrengir. Retron samanstendur af þeim félögum Kolla, sem var áður í Graveslime, og Kára. Þeir kalla tónlistina sína tölvuleikjametal og eru oft með skemmtilegt sjó í kringum tónleikana sína. "Já, við semsagt vörpum oft á skjá tölvuleik sem við bjuggum til sjálfir. Þetta er svolítið svona "old-school" tölvuleikur." Strákarnir eru búnir að vera starfandi í tvö ár og eru búnir að vera að spila mikið undanfarið. "Þetta verða samt seinustu tónleikarnir okkar í hálft ár. Kári er nefnilega að fara til Galapagos eyja og Suðurskautslandsins að taka upp heimildarmynd." Afganginn af viðtalinu ásamt djammkortinu og úttekt á menntaskólum er að finna í Fókus sem fylgir DVí dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.